Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 15:00 Brotin, sem áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin í september 2021. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08