Eldgos og jarðhræringar Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið. Innlent 14.4.2010 13:11 Síðast gaus í tvö ár Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. Innlent 14.4.2010 13:09 Gosið bræðir jökulinn hratt Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds. Innlent 14.4.2010 12:24 Flóðið komið að nýju Markarfljótsbrúnni Flóðið úr norðurhlíð Eyjafjallajökuls hefur nú náð að nýju Markarfljótsbrúnni. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að það hafi verið komið að brúnni rétt eftir klukkan tólf. Brúin heldur enn að sögn Sveins en tvö rof voru gerð í þjóðveginn til þess að létta álagið á brúnni. Innlent 14.4.2010 12:23 Bannað að fljúga yfir stóran hluta landsins Bannað er að fljúga um stóran hluta landsins vegna hættu sem gæti stafað af öskufalli. Svæðið er miðað við ríkjandi vindáttir og allt eins líklegt a það geti breyst. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Flugstoðum er gula svæðið í flughæð 35 þúsund fet og yfir græna frá 20 þúsund upp í 35 þúsund fetum og rauða er undir 20 fetum. Innlent 14.4.2010 12:10 Forsætisráðherra í samhæfingarmiðstöðinni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er stödd í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð að kynna sér stöðu mála þar. Ásamt henni eru þau Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon á staðnum. Innlent 14.4.2010 12:06 Óttast ekki um bæinn - enn um sinn Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri óttast um tún sín og ræktarlönd en flóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls er komið niður undir þjóðveg. Flóðið kom niður jökulinn og fór aðallega í Svaðbælisá að sögn Þorvalds. Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæjinn eru við það að bresta. Innlent 14.4.2010 11:33 Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 14.4.2010 11:29 Flóð byrjað að renna niður suðurhlíðar jökulsins Vatnsrennsli frá Gígjökli er enn vaxandi. Göngubrúin er alveg farin og fylgir flóðinu í átt til sjávar, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild lögreglunnar. Flóð er að byrja koma niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls segir bóndinn á Þorvaldseyri í samtali við lögregluna og Jón Ársæll Þórðarsson tekur undir það. Innlent 14.4.2010 11:02 Gosið hefur áhrif á flug Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður. Innlent 14.4.2010 10:49 Jarðskjálfti upp á 3,5 í Vatnajökli Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter mældist í Vatnajökli laust eftir klukkan 10 í dag samkvæmt sjálfvirkri mælingu Veðurstofunnar. Það á eftir að yfirfara niðurstöðurnar. Upptök skjálftans virðast vera um 2,6 kílómetrum austnorðustur af Grímsfjalli. Innlent 14.4.2010 10:48 Búist við stórflóði Það er búist við stóru flóði úr Gígjökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Vísi. Innlent 14.4.2010 10:18 Gosið við toppgíginn - ekki enn farið að vaxa í Markarfljóti Liðsmenn Landhelgisgæslunnar og vísindamenn um borð í vél Gæslunnar sem flugu yfir gosstöðvarnar í morgun hafa staðsett gosopið og að það sé rétt norð-vestan við Goðastein, eða Guðnastein, sem er sami steinninn. Innlent 14.4.2010 09:44 Myndir af gosstöðinni Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins. Innlent 14.4.2010 09:42 Vatnavextir við Gígjökul halda áfram Vatnshæð við Gígjökul fer áfram vaxandi og hefur hún nú hækkað án afláts um 125 sentimetra frá því gosið hófst að því er sérfræðingur Veðurstofunnar segir. Fyrir framan Gígjökul er lón sem hækkar stöðugt í og eru vatnavextir þegar hafnir í Markarfljóti. Innlent 14.4.2010 09:12 Gufustrókarnir í 12-14 þúsund fet „Ég er að fylgjast með gosinu í beinni," segir Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður sem staddur er á Stóru Borg undir Eyjafjöllum. Innlent 14.4.2010 08:28 Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við. Innlent 14.4.2010 08:18 Gríðarleg aukning á vatnsmagni Gríðarleg aukning á vatnsmagni hefur mælst við Gígjökul og má segja að þar sé komið flóð. Vatnsmagn hefur aukist um 20-30 sentimetra síðarn rétt fyrir sjö. Innlent 14.4.2010 07:39 Gos staðfest í Eyjafjallajökli - gufubólstrar sjást Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur í suðri og sá bólstra í hánorðri. Hin var 60 mílur fyrir norðaustan jökul og sá bólstra í suðvestur átt. Innlent 14.4.2010 07:13 Flugsamgöngur samkvæmt áætlun Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafi sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð gosið. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám. Innlent 14.4.2010 06:05 Earth tremors under the Eyjafjallajökull glacier Since it now considered to be highly likely that there is a volcanic eruption under the south western side of the summit of Eyjafjallajökull glacier, the Department of Civil Protection and Emergency Management, has decided to evacuate all areas in the immediate vicinity of the glacier. Innlent 14.4.2010 05:54 Mikið mistur yfir Eyjafjallajökli Enn sést ekkert til gossins í Eyjafjallajökli. Skjálftahrina hófst í jöklinum um ellefuleytið í gærkvöld og um fjögurleytið í nótt bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að mælar bentu til þess að gos væri hafið. Innlent 14.4.2010 05:45 Wiadomosci w jezyku polskim: Zarejestrowano aktywnosc wulkanu pod powierzchnia lodowca Eyjafjallajökull w poludniowej czesci Islandi. Instytucja odpowiedzialna za bezpieczenstwo ludnosci w konsultacji z geologami Glownej Stacji Meteorologicznej podjela decyzja o ewakuoawaniu ludnosci zamieszkalej na poludnie od lodowca. Innlent 14.4.2010 05:09 Um 100 manns í Hvolsskóla Um 100 manns eru komnir í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla, að því er Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins telur. Innlent 14.4.2010 05:06 Fimmtíu manns komnir að Heimalandi Um fimmtíu manns eru nú staddir í fjöldahjálparmiðstöðinni að Heimalandi, miðja vegu á milli Hvolsvallar og Skóga. Fólkið er rólegt en þreytt að sögn en nokkur börn eru í hópnum, þar á meðal þriggja mánaða barn. Fjórtán útlendir ferðamenn eru einnig í hópnum. Innlent 14.4.2010 04:35 Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni. Fólk sem býr í Heimalandi er beðið um að vera kyrrt heimafyrir. Innlent 14.4.2010 04:25 Áttu mynd af nýja gosinu? Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hvetur fólk sem tekur ljósmyndir eða myndskeið af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem hófst í nótt eða af hlaupi af þess völdum til þess að senda þær til Fréttastofunnar. Innlent 14.4.2010 04:16 Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Innlent 14.4.2010 03:57 Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Innlent 14.4.2010 03:48 Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. Innlent 14.4.2010 03:31 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 … 134 ›
Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið. Innlent 14.4.2010 13:11
Síðast gaus í tvö ár Lítið er vitað um gossögu Eyjafjallajökuls og er einungis vitað um tvö gos á sögulegum tíma í jöklinum. Það fyrra varð árið 1612 og það seinna 1821 til 1823. Gosið sem hófst 20. mars á Fimmvörðuhálsi var austan við jökulinn. Innlent 14.4.2010 13:09
Gosið bræðir jökulinn hratt Rögnvaldur Ólafsson, stjórnandi í samhæfingarmiðstöð almannavarna, segir að gosið sé margfalt stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi og að vísindamenn telji að gossprungan sé um tveir kílómetrar að lengd. Hún liggur norður-vestur. Það flæðir bæði til norðurs og suðurs ofan af jöklinum en sínu meira til norðurs, að sögn Rögnvalds. Innlent 14.4.2010 12:24
Flóðið komið að nýju Markarfljótsbrúnni Flóðið úr norðurhlíð Eyjafjallajökuls hefur nú náð að nýju Markarfljótsbrúnni. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að það hafi verið komið að brúnni rétt eftir klukkan tólf. Brúin heldur enn að sögn Sveins en tvö rof voru gerð í þjóðveginn til þess að létta álagið á brúnni. Innlent 14.4.2010 12:23
Bannað að fljúga yfir stóran hluta landsins Bannað er að fljúga um stóran hluta landsins vegna hættu sem gæti stafað af öskufalli. Svæðið er miðað við ríkjandi vindáttir og allt eins líklegt a það geti breyst. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá Flugstoðum er gula svæðið í flughæð 35 þúsund fet og yfir græna frá 20 þúsund upp í 35 þúsund fetum og rauða er undir 20 fetum. Innlent 14.4.2010 12:10
Forsætisráðherra í samhæfingarmiðstöðinni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er stödd í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð að kynna sér stöðu mála þar. Ásamt henni eru þau Ragna Árnadóttir og Steingrímur J. Sigfússon á staðnum. Innlent 14.4.2010 12:06
Óttast ekki um bæinn - enn um sinn Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri óttast um tún sín og ræktarlönd en flóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls er komið niður undir þjóðveg. Flóðið kom niður jökulinn og fór aðallega í Svaðbælisá að sögn Þorvalds. Á skammri stundu hljóp vatnið niður fyrir þjóðveginn og varnargarðar umhverfis bæjinn eru við það að bresta. Innlent 14.4.2010 11:33
Gera skarð í hringveginn til að bjarga Markarfljótsbrú Unnið er að því að gera skarð í þjóðveginn skammt frá Markarfljótsbrú. Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að þetta sé gert til að reyna að verja Markafljótsbrú fyrir hlaupinu sem nú kemur niður vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 14.4.2010 11:29
Flóð byrjað að renna niður suðurhlíðar jökulsins Vatnsrennsli frá Gígjökli er enn vaxandi. Göngubrúin er alveg farin og fylgir flóðinu í átt til sjávar, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild lögreglunnar. Flóð er að byrja koma niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls segir bóndinn á Þorvaldseyri í samtali við lögregluna og Jón Ársæll Þórðarsson tekur undir það. Innlent 14.4.2010 11:02
Gosið hefur áhrif á flug Gosið í Eyjafjallajökli mun hafa áhrif á millilandaflug en flug til og frá Íslandi mun þó ekki liggja niðri. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að miðað við veðurspár mun öskusvæðið ná alla leið til Noregs. Flugleið Icelandair til Noregs muni breytast en flugið ekki falla niður. Innlent 14.4.2010 10:49
Jarðskjálfti upp á 3,5 í Vatnajökli Jarðskjálfti upp á 3,5 á Richter mældist í Vatnajökli laust eftir klukkan 10 í dag samkvæmt sjálfvirkri mælingu Veðurstofunnar. Það á eftir að yfirfara niðurstöðurnar. Upptök skjálftans virðast vera um 2,6 kílómetrum austnorðustur af Grímsfjalli. Innlent 14.4.2010 10:48
Búist við stórflóði Það er búist við stóru flóði úr Gígjökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, í samtali við Vísi. Innlent 14.4.2010 10:18
Gosið við toppgíginn - ekki enn farið að vaxa í Markarfljóti Liðsmenn Landhelgisgæslunnar og vísindamenn um borð í vél Gæslunnar sem flugu yfir gosstöðvarnar í morgun hafa staðsett gosopið og að það sé rétt norð-vestan við Goðastein, eða Guðnastein, sem er sami steinninn. Innlent 14.4.2010 09:44
Myndir af gosstöðinni Hér má sjá myndir úr vefmyndavél sem staðsett er á Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Nú er talið fullvíst að gos sé hafi í Eyjafjallajökli sem eigi upptök sín í miðbungu jökulsins. Innlent 14.4.2010 09:42
Vatnavextir við Gígjökul halda áfram Vatnshæð við Gígjökul fer áfram vaxandi og hefur hún nú hækkað án afláts um 125 sentimetra frá því gosið hófst að því er sérfræðingur Veðurstofunnar segir. Fyrir framan Gígjökul er lón sem hækkar stöðugt í og eru vatnavextir þegar hafnir í Markarfljóti. Innlent 14.4.2010 09:12
Gufustrókarnir í 12-14 þúsund fet „Ég er að fylgjast með gosinu í beinni," segir Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður sem staddur er á Stóru Borg undir Eyjafjöllum. Innlent 14.4.2010 08:28
Blaðamönnum snúið við nærri Moshvoli Blaðamönnum var snúið við um kílómeter frá Moshvoli vegna umbrotanna í Eyjafjallajökli. Blaðamenn hafa fylgst grannt með umbrotunum en hætta fylgir gosi af þessu tagi. Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á leiðinni inn í Þórsmörk í fylgd með lögreglunni. Lögreglumennirnir tóku hins vegar enga áhættu og sneru þeim við. Innlent 14.4.2010 08:18
Gríðarleg aukning á vatnsmagni Gríðarleg aukning á vatnsmagni hefur mælst við Gígjökul og má segja að þar sé komið flóð. Vatnsmagn hefur aukist um 20-30 sentimetra síðarn rétt fyrir sjö. Innlent 14.4.2010 07:39
Gos staðfest í Eyjafjallajökli - gufubólstrar sjást Tvær tilkynningar hafa borist um gufubólstra fyrir ofan Eyjafjallajökul frá flugvélum. Önnur vélin var 40 mílur í suðri og sá bólstra í hánorðri. Hin var 60 mílur fyrir norðaustan jökul og sá bólstra í suðvestur átt. Innlent 14.4.2010 07:13
Flugsamgöngur samkvæmt áætlun Að óbreyttu munu flugsamgöngur haldast samkvæmt áætlun þrátt fyrir að merki hafi sést um að gos sé hafið í Eyjafjallajökli. Þrátt fyrir að merkin hafi sést á mælum Veðurstofunnar hafa menn ekki séð gosið. Þá bendir heldur ekkert til að hlaup sé hafið í ám. Innlent 14.4.2010 06:05
Earth tremors under the Eyjafjallajökull glacier Since it now considered to be highly likely that there is a volcanic eruption under the south western side of the summit of Eyjafjallajökull glacier, the Department of Civil Protection and Emergency Management, has decided to evacuate all areas in the immediate vicinity of the glacier. Innlent 14.4.2010 05:54
Mikið mistur yfir Eyjafjallajökli Enn sést ekkert til gossins í Eyjafjallajökli. Skjálftahrina hófst í jöklinum um ellefuleytið í gærkvöld og um fjögurleytið í nótt bárust þær upplýsingar frá Veðurstofunni að mælar bentu til þess að gos væri hafið. Innlent 14.4.2010 05:45
Wiadomosci w jezyku polskim: Zarejestrowano aktywnosc wulkanu pod powierzchnia lodowca Eyjafjallajökull w poludniowej czesci Islandi. Instytucja odpowiedzialna za bezpieczenstwo ludnosci w konsultacji z geologami Glownej Stacji Meteorologicznej podjela decyzja o ewakuoawaniu ludnosci zamieszkalej na poludnie od lodowca. Innlent 14.4.2010 05:09
Um 100 manns í Hvolsskóla Um 100 manns eru komnir í fjöldahjálparstöðina í Hvolsskóla, að því er Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins telur. Innlent 14.4.2010 05:06
Fimmtíu manns komnir að Heimalandi Um fimmtíu manns eru nú staddir í fjöldahjálparmiðstöðinni að Heimalandi, miðja vegu á milli Hvolsvallar og Skóga. Fólkið er rólegt en þreytt að sögn en nokkur börn eru í hópnum, þar á meðal þriggja mánaða barn. Fjórtán útlendir ferðamenn eru einnig í hópnum. Innlent 14.4.2010 04:35
Undirbúa fjöldahálparstöð á Hvolsvelli Verið er að bera teppi og annan nauðsynjabúnað inn í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þar hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð sem tekur á móti fólki úr Fljótshlíðinni. Fólk sem býr í Heimalandi er beðið um að vera kyrrt heimafyrir. Innlent 14.4.2010 04:25
Áttu mynd af nýja gosinu? Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hvetur fólk sem tekur ljósmyndir eða myndskeið af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem hófst í nótt eða af hlaupi af þess völdum til þess að senda þær til Fréttastofunnar. Innlent 14.4.2010 04:16
Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi. Innlent 14.4.2010 03:57
Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið. Innlent 14.4.2010 03:48
Hátt í 50 manns í Þórsmörk Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu. Innlent 14.4.2010 03:31