Erlent

Stjórnar Noregi í gegnum smátölvu vegna eldgossins

Jens er í stöðugum samskiptum.
Jens er í stöðugum samskiptum.

Öskufallið úr Eyjafjallajökli hefur gríðarlega víðtæk áhrif en fjölmiðlar vestan hafs hafa undanfarið fjallað um hremmingar Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, en hann situr fastur í New York vegna öskufallsins.

Í viðtali við CNN sagðist hann eiga í góðum samskiptum við land sitt í gegnum iPad tölvuna og er þannig í stöðugum samskiptum við heimalandið.

Stoltenberg virðist ætla að verða einhver besta auglýsing sem Apple hefur fengið vegna iPad tölvunnar en Stoltenberg lofaði hana hástert í viðtali við CNN og sagðist vera í stöðugum samskiptum við skrifstofu sína í Osló. Þá tóku starfsmenn forsætisráðherrans mynd af honum á flugvelli í New York þar sem hann var að vinna í tölvunni.

Það er óljóst hvenær Jens kemst aftur til Evrópu en flugi hefur víðast verið aflýst til hádegis á morgun.

Þá stóð einnig til að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, færi til Póllands í jarðaför Lech Kaczynski, það er hinsvegar óljóst þrátt fyrir að forsvarsmenn Hvíta hússins hafi gefið út þá yfirlýsingu að Obama verði viðstaddur við útförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×