Það er nýtt flóð á leiðinni úr Eyjafjallajökli, segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli. Flóðið er minniháttar segja lögreglumenn sem fylgst hafa með gangi mála. Engin hætta er talin stafa af því.
Tvo flóð brustu á með skömmu millibili í nótt og um kvöldmatarleytið í gær kom svo flóð sem var af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt þótti að rýma bæi úr Fljótshlíðinni og í Landeyjum.

