Hjólreiðar

Fréttamynd

Vöknuð eftir fjóra mánuði í dái

Þrefaldi heimsmeistarinn Amy Pieters hefur náð meðvitund á ný eftir að hafa legið í dái síðan í desember. Félagið hennar, SD Worx, sagði frá þessu í fréttatilkynningu.

Sport
Fréttamynd

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu.

Skoðun
Fréttamynd

Til hvers eru lög og regla?

Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið.

Skoðun
Fréttamynd

Færri salernisferðir og betri svefn

Bætiefnið SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn. Það slakar á vöðvum blöðrunnar og kemur að miklu gagni gegn ofvirkri blöðru. Nú er hægt að gerast áskrifandi að SagaPro og fá áfyllingu inn um lúguna í hverjum mánuði. Það er bæði ódýrara, vistvænna og þægilegra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Engin bóta­skylda eftir blóðugt slys í hjól­reiða­keppni

Vegagerðin er ekki bótaskyld vegna slyss í  hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum sem fram fór þann 8. júlí 2017. Hjólreiðamaður slasaðist alvarlega þegar dekk á hjóli hans fór ofan í rauf á kindahliði. Hann kastaðist um átta metra, hlaut beinbrot og reiðhjól hans brotnaði í tvennt.

Innlent
Fréttamynd

Endur­­heimti stolið hjól hálfu ári síðar þökk sé Hjóla­hvíslaranum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, sem varð fyrir því óláni að rafmagnshjólinu hans var stolið fyrir um hálfu ári síðan, er afar þakklátur manninum sem komst á snoðir um staðsetningu hjólsins og kom því aftur í hendur eigandans, upp á eigin spýtur. Um er að ræða Bjartmar Leósson, sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt stolin hjól.

Lífið
Fréttamynd

Einstaka „Íslandshjólið“ komið í leitirnar

Hjól ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard er komið í leitirnar eftir að því var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í gær. Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun við mikinn fögnuð ljósmyndarans. 

Innlent
Fréttamynd

Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini

Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til.

Innlent
Fréttamynd

Hjarta Geirs hætti að slá í hjóla­ferð í Hruna­manna­hreppi

Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 

Innlent
Fréttamynd

Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.

Innlent
Fréttamynd

Að deyja ráðalaus

Stundum er sagt um þá sem leysa erfiðar áskoranir að þeir deyji ekki ráðalausir. Enda hljóta það að vera ömurleg örlög. Að sitja frammi fyrir áskorun en geta engan veginn leyst hana og deyja svo að lokum algerlega án þess að hafa neina hugmynd um hver lausnin gæti verið.

Skoðun
Fréttamynd

Komdu út að hjóla...

Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku.

Skoðun
Fréttamynd

Arna Sig­ríður fimm­tánda í mark

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir endaði í 15. sæti í götuhjólreiðum á Ólympíumótinu sem fer fram í Tókýó þessa dagana. Þetta var síðasta keppni Örnu Sigríðar á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Arna Sig­ríður lauk keppni í ellefta sæti

Arna Sigríður Albertsdóttir, handhjólreiðakona, keppti í tímatöku í flokki H 1-3 í nótt á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Japan. Arna Sigríður lauk keppni í 11. sæti.

Sport
Fréttamynd

Hjól og hælisleitendur

Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól.

Skoðun