Aðrar íþróttir

Fréttamynd

Loeb með sögulegan sigur í spænska rallinu

Besti ökumaður í sögu heimsmeistaramótsins í ralli, Sebastian Loeb, stóð uppi sem sigurvegari í spænska rallinu um helgina. Rallið var það tólfta og næstsíðasta í heimsmeistaramótinu í ár.

Sport
Fréttamynd

Hitinn tók á íslenska liðið í Katar

Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfimleikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni.Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Rauðsokkar í góðum málum

Boston Red Sox er komið í 2-0 gegn LA Dodgers í baráttu liðanna í úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar, World Series.

Sport
Fréttamynd

Bardagi Gunnars í desember staðfestur

Gunnar Nelson mun berjast við Alex Olieira þann áttunda desember í Toronto í Kanada en bardagakvöldið ber nafnið UFC 231. Þetta var staðfest í tilkynningu í kvöd.

Sport
Fréttamynd

Vonn ætlar að hætta á næsta ári

Skíðadrottningin Lindsey Vonn hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna á næsta ári. Skiptir engu hvort hún verði búin að slá frægt met Ingemar Stenmark.

Sport
Fréttamynd

Red Sox byrjar betur í World Series

Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, fór fram í nótt. LA Dodgers og Boston Red Sox mætast í úrslitaeinvíginu.

Sport
Fréttamynd

Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld

Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum.

Sport
Fréttamynd

Kóreuþjóðirnar vilja halda Ólympíuleikana 2032

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae, forseti Suður-Kóreu, gáfu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að þjóðirnar ætla að sækja sameiginlega um að halda Ólympíuleikana árið 2032.

Sport