Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“

Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag og segir ekki rétt að verið sé að innheimta vegtolla við bílastæðið.

Innlent
Fréttamynd

Rangfærslur um Backroads leiðréttar

Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um.

Skoðun
Fréttamynd

Sögufrægar fasteignir RR hótela til sölu

Fasteignafélag RR hótela, sem á sögufrægar eignir í miðbæ Reykjavíkur, hefur verið sett í söluferli. Eignirnar hafa verið teknar í gegn og þeim fengið nýtt hlutverk sem hótelíbúðir. Búist er við að söluferlinu ljúki í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir óþarfa að fyllast skelfingu

Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umferð um Dyrhólaey takmörkuð

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að umferð um Dyrhólaey verði takmörkuð frá og með deginum í dag til 25. júní á milli klukkan 9 til 19 til verndunar fuglalífs á varptíma.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið

Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða 7.900 krónur í laun á dag

Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum

Viðskipti innlent