Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára

Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Íhuga að taka eigin herbergi undir starfsfólk

Áskorun verður að anna eftirspurn eftir gistingu á Norður- og Austurlandi í sumar, að mati framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar - en þar er allt að fyllast. Í höfuðborginni íhuga hóteleigendur að taka eigin herbergi undir starfsfólk vegna húsnæðisskorts.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar

Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu.

Innlent
Fréttamynd

Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar

Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upplifa íslenska náttúru í sængurfatnaði frá Lín Design

Lín Design hannar og framleiðir hágæða rúmfatnað úr náttúruvænum efnum fyrir heimili, hótel og gististaði. Ferðamenn sem sækja landið heim vilja ekki síst upplifa íslenska náttúru og hreinleika hennar og gera ríka kröfu um umhverfisvitund gististaða.

Samstarf
Fréttamynd

Þankar um ferða­þjónustu í Ölfusi og á lands­vísu

Ölfusið hefur upp á margt áhugavert að bjóða og 75% erlendra ferðamanna sækja Suðurland heim. Í þessum málum sem öðrum stöndum við frammi fyrir mismunandi valkostum sem hér eru flokkaðir í tvennt. Eigum við að stefna að því að taka við eins miklum fjölda og kostur er eða eigum við að takmarka hann?

Skoðun
Fréttamynd

Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaða­bætur vegna ferða­gjafarinnar

Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

„Það er skelfilegt að sjá þetta“

Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­göngu­­stofa sver af sér á­sakanir um ein­elti

Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu.

Innlent
Fréttamynd

15.000 prósenta vöxtur í komum skemmtiferðaskipa

Hagtölur á Covid tímum voru frekar fáránlegar. Gröf sem sýna breytingar milli ára síðustu árin sýna sitt á hvað 70% lækkun eða 300% hækkun. Mikilvægt er að blaðamenn og greinendur verði prósentufælnir því ef við pössum okkur ekki þá verða fréttir og fyrirsagnir um 1.721% eða jafnvel 15.000% vöxt á á vegi okkar innan tíðar.

Umræðan