Ísland í dag

Fréttamynd

Hlut­verkið það erfiðasta hingað til

Helga Braga Jónsdóttir ein ástsælasta leikkona landsins er að slá í gegn í dramahlutverkum í ár. En hún verður sextug í nóvember og hefur aldrei verið eftirsóttari sem leikkona.

Lífið
Fréttamynd

Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist

Frumkvöðullinn og heilsufrömuður Lukka Pálsdóttir hefur verið að gera spennandi tilraun á sjálfri sér. Henni hefur tekist að grennast án fyrirhafnar. Allt þetta ár hefur hún prófað að borða bara hreint kjöt, það sem til hefur verið á Íslandi í þúsundir ára. Vala Matt hitti á Lukku í Íslandi í dag og kannaði málið.

Lífið
Fréttamynd

Pottur eins og lítil sund­laug og á­vextir í gler­húsi

Hvað er það sem hefur alveg slegið í gegn í görðum landsins síðastliðin ár? Jú heitir pottar og einnig kaldir pottar og köld gróðurhús. Þar er hægt að rækta ótrúlegustu ávexti og fleira framandi sem er hreinlega eins og í útlöndum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði það heitasta í görðum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Sím­tal á lágpunkti úti í London breytti öllu

Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um.

Lífið
Fréttamynd

„Á meðan ég er ætlum við að vera ó­dýrust“

Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum.

Lífið
Fréttamynd

Flókið púslu­spil gekk upp og fjöl­skyldan fór til Síle

Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Lífið
Fréttamynd

Yfir hundrað mál á tólf tímum

Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð.

Lífið
Fréttamynd

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

Lífið
Fréttamynd

Margverðlaunaður garður með sól­skini allan daginn

Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Borgaði tvö­falt meira fyrir miklu minna

Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifði fá­læti lækna þegar lykkjan týndist inni í henni

Sigrún Arna Gunnarsdóttir segir umræðu um endómetríósu af skornum skammti, sjúkdómurinn sé mun algengari en flesta grunar. Hún lýsir í Íslandi í dag miklu fálæti á Landspítalanum en hún var ekki greind með sjúkdóminn fyrr en hún leitaði til einkarekinnar heilbrigðisstofu. Þangað til gekk Sigrún í gegnum gríðarleg veikindi, eftir að það tók fjórar tilraunir og fimm mánuði að ná úr henni hormónalykkju vegna samgróninga af völdum ógreindrar endómetríósu.

Lífið
Fréttamynd

Kominn í pásu frá sterunum

Guðmundur Emil Jóhannsson eða Gummi Emil segist vera í pásu frá sterum. Hann hefur engar áhyggjur af lungnabólgu þrátt fyrir að vera alltaf ber að ofan og segir ekki tíma kominn á að eignast kærustu. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til kappans í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Heitur pottur sem á sér engan líkan hér á landi

Hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir á Akureyri hafa steypt risa pall með hitalögn og stóran heitan pott sem er eins og skúlptúr í garðinum hjá þeim. Potturinn á sér engan líkan hér á landi og þó víðar væri leitað.

Lífið