Ísland í dag

Fréttamynd

Breytti geymslunni í spa

Svana Símonardóttir býr í fallegu húsi á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni, en samanlagt eiga hún og eiginmaður hennar sex börn

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er leit alla ævi“

Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri.

Lífið
Fréttamynd

Smíðaði sjálf útieldhús á einum degi fyrir um 20 þúsund

Eva Ósk Guðmundsdóttir nemi í Landbúnaðarháskólanum teiknaði hún og smíðaði sjálf útieldhús á aðeins einum degi. Eva og maður hennar eiga lítinn sumarbústað og langaði til þess að búa til skemmtileg útirými í staðinn fyrir að stækka sumarbústaðinn.

Lífið
Fréttamynd

„Eins og smábarn aftur“ eftir alvarlegt bílslys

Fannar Freyr Þorbergsson beið hálsbrotinn í sex tíma við hliðina á veginum eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi. Hann hlaut skaða á mænu og lamaðist fyrir neðan brjóst en gafst aldrei upp og er í dag í námi og reynir líka að eignast fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

„Núna er þetta fullkomið“

Þegar Ísland í dag hitti Ásu Huldu Oddsdóttur og Hörð Þór Jóhannsson fyrir rúmu ári, voru þau glíma við ófrjósemi. Þau þráðu ekkert heitar en að eignast barn og nú rúmu ári seinna hefur draumur þeirra loksins ræst.

Lífið
Fréttamynd

Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu

„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor.

Lífið
Fréttamynd

Svona er dagur í lífi bryta á Íslandi

Á Íslandi eru tveir brytar, annar er á Bessastöðum en hinn vinnur á hóteli. En af hverju fer fólk í þetta nám og hvað gengur bryti langt í að þjóna viðskiptavininum? Ísland í dag fékk að fylgjast með degi í lífi Erlings Gunnarssonar sem er bryti á The Retreat Blue lagoon.

Lífið
Fréttamynd

„Ég veit ég þarf að jarða barnið mitt“

Móðir fjölfatlaðs drengs segir meira en að segja það að sjá um barn sem er fjölfatlað og að fólk þori ekki alltaf að tala um óþægilegu hliðarnar á þeim málum. Því vilji hún breyta.

Innlent
Fréttamynd

Hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina

Í þáttunum FC Ísland ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar góðu málefni í hverju sveitarfélagi.

Lífið
Fréttamynd

„Viðbjóðslega fyndinn karakter“

Tökur á skemmtiþættinum Eurogarðurinn eru á enda og fer hann í loftið á Stöð 2 í haust. Þættirnir eiga að vera mjög svo óviðeigandi og óþægilegir á köflum og hræðilega fyndnir líka. 

Lífið
Fréttamynd

„Uppgjöfin var mér erfið“

Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“

Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi.

Innlent
Fréttamynd

„Þakkaði honum fyrir að hafa verið bróðir minn“

Þann 27. maí árið 2006 létust tveir skipverjar um borð í Akureyrinni, frystitogara Samherja, þegar eldur kom upp þar sem skipið var við veiðar 75 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjarnir hétu Birgir Bertelsen og Hafþór Sigurgeirsson en þeir voru báðir þaulreyndir sjómenn sem gáfu sjómennskunni allt og nutu mikillar virðingar félaga sinna um borð.

Innlent
Fréttamynd

Ræktar 150 tonn af grænmeti á ári í 300 fermetrum

Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi.

Lífið