Loftslagsmál

Fréttamynd

Nennum Nýsköpun

Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust

Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. 

Erlent
Fréttamynd

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld nota gervigreind til að finna faldar sundlaugar

Yfirvöld í Frakklandi hafa notað gervigreind til að leita að sundlaugum í níu héruðum, sem íbúar hafa ekki gefið upp. Fleiri en 20 þúsund sundlaugar hafa fundist til þessa og fært skattayfirvöldum jafnvirði 1,4 milljarða króna í tekjur.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 27 sentímetra hækkun sjávarmáls óumflýjanleg

Búist er við 27 sentímetra hækkun á sjávarmáli að lágmarki vegna yfirvofandi bráðnunar jökulhetta á Grænlandi í kjölfar frekari hlýnunar jarðar. Þessi hækkun er sögð ekki taka til greina bráðnun annarsstaðar í heiminum en sú frá Grænlandi myndi ein valda fyrrnefndri hækkun enda um mikið magn íss að ræða eða 110 billjón tonn.

Erlent
Fréttamynd

Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða

Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið.

Erlent
Fréttamynd

Kol­efnis­jöfnun er mikil­væg en það þarf að standa rétt að henni

Kolefnisjöfnun er hugtak sem heyrist æ oftar notað hér á landi. Okkur býðst að kolefnisjafna kaup á vörum og þjónustu, eldsneyti, flugferðir og allt þar á milli. Það er jákvætt að sjá að íslensk fyrirtæki og almenningur taki ábyrgð á kolefnisspori sínu eins og frekast má og séu hluti af vitundarvakningu um allan heim um áhrif loftslagsbreytinga.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga upp­skerum

Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur

Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís.

Erlent
Fréttamynd

Verkk­víði ríkis­stjórnar í lofts­lags­málum

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Björk sakar Katrínu um svik á ögur­stundu

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið.

Innlent
Fréttamynd

Hvað græðum við á lofts­lags­að­gerðum?

Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða á tímum lofts­lags­breytinga

Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Í dag > Í gær

Ég fæddist inn í þennan heim þegar mánaðarlegur meðalstyrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á Mauna Loa mælingastöðinni á Hawaii var rúmlega 357 milljónahlutar (ppm). Ég vill nýta tækifærið og þakka Charles David Keeling fyrir að sýna mikla þrautseigju við upphaf mælinga á the Keeling Curve.

Skoðun
Fréttamynd

Lífríki í ám og sjó ógnað

Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum.

Erlent
Fréttamynd

Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu

Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó.

Innlent
Fréttamynd

Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár

Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár.

Erlent
Fréttamynd

Ég skora á þig að verða vegan!

Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás.

Skoðun
Fréttamynd

Segir þol­marka­dag jarðar skugga­lega framar­lega á árinu

Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf.

Innlent