Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur

Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump.

Erlent
Fréttamynd

Vill að FBI rannsaki FaceApp

Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, ChucK Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Þátttakendur tilkynntir í dag

Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort

Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita

Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot

Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt.

Erlent
Fréttamynd

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti

Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.

Erlent