Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Biden er með forskot í skoðanakönnunum og hefur verið með lengi. Öll spjót stóðu því á honum í kappræðunum í gær. AP/Paul Sancya Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira