Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Magnús Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 18:30 Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn. Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn.
Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira