Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Magnús Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 18:30 Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira