Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 21:54 Jacob Murphy fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum Kieran Trippier, Bruno Guimaraes og Anthony Gordon. Getty/James Gill Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. Newcastle vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli Arsenal og var því í frábærum málum fyrir leik kvöldsins. Arsenal átti að skora nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en í kvöld komust þeir lítið áleiðis á móti grimmum og einbeittum heimamönnum. Leikmenn Newcastle skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en aðeins annað þeirra fékk að standa. 1-0 þýddi samt að Arsenal þurfti að skora þrjú mörk. Arsenal var mikið með boltann en komst lítið áleiðis gegn þéttum varnarmúr Newcastle. Þeir fengu fullt af færum í fyrri leiknum en það var minna um slík færi í kvöld. Martin Ödegaard fékk þó algjört dauðafæri rétt áður en Newcastle skoraði fyrsta markið sitt. Newcastle menn voru líka stórhættulegir í skyndisóknum sem skilaði liðinu fyrsta markinu sem Jacob Murphy skoraði á 19. minútu. Murphy fylgdi þá eftir stangarskoti Alexander Isak. Það var meira af því sama í þeim seinni en annað markið kom eftir slæm varnarmistök. David Raya átti slæma sendingu frá markinu og Newcastle vann boltann við teiginn sem endaði með því að Anthony Gordon skoraði. Skömmu áður höfðu varnarmistök William Saliba nánast fært Gordan annað mark á silfurfati. Eftir það voru úrslitin nánast ráðin og stuðningsmenn Newcastle farnir að syngja sigursöngva. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Enski boltinn
Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. Newcastle vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli Arsenal og var því í frábærum málum fyrir leik kvöldsins. Arsenal átti að skora nokkrum sinnum í fyrri hálfleik en í kvöld komust þeir lítið áleiðis á móti grimmum og einbeittum heimamönnum. Leikmenn Newcastle skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en aðeins annað þeirra fékk að standa. 1-0 þýddi samt að Arsenal þurfti að skora þrjú mörk. Arsenal var mikið með boltann en komst lítið áleiðis gegn þéttum varnarmúr Newcastle. Þeir fengu fullt af færum í fyrri leiknum en það var minna um slík færi í kvöld. Martin Ödegaard fékk þó algjört dauðafæri rétt áður en Newcastle skoraði fyrsta markið sitt. Newcastle menn voru líka stórhættulegir í skyndisóknum sem skilaði liðinu fyrsta markinu sem Jacob Murphy skoraði á 19. minútu. Murphy fylgdi þá eftir stangarskoti Alexander Isak. Það var meira af því sama í þeim seinni en annað markið kom eftir slæm varnarmistök. David Raya átti slæma sendingu frá markinu og Newcastle vann boltann við teiginn sem endaði með því að Anthony Gordon skoraði. Skömmu áður höfðu varnarmistök William Saliba nánast fært Gordan annað mark á silfurfati. Eftir það voru úrslitin nánast ráðin og stuðningsmenn Newcastle farnir að syngja sigursöngva. Newcastle mætir annað hvort Liverpool og Tottenham á Wembley en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.