Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 15:08 Valskonur höfðu varann á og voru mættar til Vestmannaeyja í gær en það virðist ekki hafa dugað til. Vísir/Anton Brink Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands. Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim. Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Í körfuboltanum voru engir leikir á dagskrá hjá liðunum í efstu deildum meistaraflokka en í handboltanum stóð til að spila í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Á meðal leikjanna í bikarnum, sem snúast um það að komast í sjálfa úrslitavikuna í keppninni, er viðureign ÍBV og Vals. Meistarar Vals komu til Vestmannaeyja í gær, sem og dómarar leiksins, en þó verður ekkert af því að spilað verði í kvöld vegna þess veðurofsa sem er í Eyjum líkt og víða annars staðar á landinu. „Við komum í gærkvöldi, út af veðurspánni. Við vorum uppi á hóteli núna klukkan tvö að klára vídjófund og ég var svo með smá peppræðu í lokin, og þá kemur Hlynur Morthens markmannsþjálfari með nýjar fréttir frá HSÍ um að það væri búið að fresta leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna. „Það brast nú út smá hlátur og fólk vissi ekki hvort það ætti að trúa þessu,“ segir Ágúst léttur en Valsliðið mun gera gott úr málum, fá sér mat á Einsa kalda og halda létta spurningakeppni í kvöld í stað þess að spila handbolta. Engin ástæða er til að ergja sig á þeirri ákvörðun að fresta leiknum: „Þetta er bara ákvörðun sem almannavarnir taka. Það er stórbilað veður eins og er. Þetta er bara mjög eðlilegt og sem gamall björgunarsveitarmaður tel ég þetta vera rétta ákvörðun,“ segir Ágúst. Hann segir áætlað að leikurinn fari fram klukkan 18 á morgun, og að liðin mætist svo í deildarleik í hádeginu á laugardag. Valskonur verði því í Eyjum þar til síðdegis á laugardag og haldi svo heim.
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira