Man City sterkari í síðari hálf­leik og komið á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nico O'Reilly reyndist hetja Man City í dag.
Nico O'Reilly reyndist hetja Man City í dag. Oli SCARFF / AFP

Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna.

Plymouth hafði slegið út bæði Brentford og Liverpool á leið sinni í leik dagsins. Í þeim leikjum vann liðið 1-0 sigra og það fór því mögulega um stuðningsfólk City þegar gestirnir komust yfir á 38. mínútu. Maksym Talovierov með markið eftir sendingu Matthew Sorinola.

Ef gestirnir hefðu haldið út fram að hálfleik hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi en hinn 19 ára gamli Nico O'Reilly jafnaði metin eftir sendingu Kevin De Bruyne í blálok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 í hléinu.

O‘Reilly bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Phil Foden með stoðsendinguna. Á lokamínútu venjulegs leiktíma kláraði De Bruyne svo dæmið eftir sendingu varamannsins Erling Haaland.

Lokatölur 3-1 og Man City verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira