Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Pétur Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 21:05 Adam Eiður Ásgeirsson var frábær í liði Hattar í kvöld. Vísir/Bára Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95. Hattarmenn voru fallnir fyrir leikinn en bitu heldur betur frá sér. Bæði lið misstu lykilmann út úr húsi í leiknum en það munaði miklu fyrir Þórsara að missa Mustapha Heron í þriðja leikhluta. Þórsarar náðu mest tólf stiga forskoti i seinni hálfleik en Hattarmenn gáfu sig ekki og voru miklu sterkari á lokakaflanum. Adam Eiður Ásgeirsson var frábær og skoraði 24 stig. Frekari umfjöllun um leikinn og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Bónus-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn
Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95. Hattarmenn voru fallnir fyrir leikinn en bitu heldur betur frá sér. Bæði lið misstu lykilmann út úr húsi í leiknum en það munaði miklu fyrir Þórsara að missa Mustapha Heron í þriðja leikhluta. Þórsarar náðu mest tólf stiga forskoti i seinni hálfleik en Hattarmenn gáfu sig ekki og voru miklu sterkari á lokakaflanum. Adam Eiður Ásgeirsson var frábær og skoraði 24 stig. Frekari umfjöllun um leikinn og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.