Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. mars 2025 21:00 Kristinn Pálsson og aðrir leikmenn Vals voru ekki upp á sitt besta í kvöld, en gerðu það sem þurfti undir lok leiks. vísir/hulda margrét Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Haukar voru fallnir fyrir leik og úrslitin hafa því engin áhrif á þeirra framtíð. Valsmenn vinna hins vegar mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stemningsskot í fyrstu sóknunum Hilmir Arnarson byrjaði leikinn á því að setja tvo þrista og taka sex stiga forystu fyrir heimamenn. Haukar héldu svo áfram að hitta vel úr sínum skotum og spiluðu fína vörn gegn fremur slökum og áhugalausum sóknarleik Valsmanna. Haukar voru með fimm stiga forystu 26-21 eftir fyrsta leikhluta. Seppe D'espallier byrjaði svo annan leikhlutann á því að stela boltanum af Kristófer Acox og koma þeim í enn betra skap. Pressulausir heimamenn Heimamenn héldu áfram að spila stórvel, eins og pressulaus lið eiga til að gera, á meðan Valsmenn voru úr takt við það sem maður þekkir af þeim vanalega. Staðan 42-38 í hálfleik. Pressuleysið hélt áfram að henta Haukum í seinni hálfleik, allir leikmenn virtust njóta sín vel inni á vellinum, liðið spilaði skemmtilega saman og skotin duttu. Ungu strákarnir Hilmir og Ágúst nutu sín hvað mest og settu nokkur erfið skot ofan í. Lítil leikgleði hjá gestunum Aftur á móti var litla leikgleði að finna hjá Valsmönnum og útlitið var orðið ansi svart þegar þriðja leikhluta lauk, staðan 68-60. Valsmönnum tókst þó einhvern veginn að hrista sig saman fyrir lokakaflann, liðið spilaði miklu ákafari vörn og harkaði í sóknarleiknum, þeim stigum sem þurfti á töfluna. Kreistu út sigur Á endanum var munurinn milli liðanna sá að Valsmenn vildu og máttu alls ekki tapa, en tap skipti Hauka litlu máli. Þess vegna fór svo, að Haukar spiluðu betur þrjá af fjórum leikhlutum, en Valur vann leikinn á einskærum sigurvilja Atvik leiksins Til marks um að sigurvilji Valsmanna hafi verið meira má nefna atvik sem átti sér stað þegar rétt rúmlega mínúta eftir. Valsmaðurinn Kári Jónsson keyrði á körfuna og setti niður fáránlega erfitt sneiðskot. Hinum megin keyrði Everage Richardson á körfuna fyrir Hauka, en sótti viljandi villu frekar en að klára færið almennilega, klúðraði svo báðum vítum og virtist ekkert miður sín. Hefði getað minnkað muninn í tvö en hélt Valsmönnum fjórum stigum yfir og gaf þeim boltann. Sigurinn var þá svo gott sem kominn fyrir gestina. Dómarar Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson og Bergur Daði Ágústsson mynduðu þríeyki kvöldsins. Einhver þeirra (man ekki hver) gerðist sekur um að giska á að Kristófer Acox hefði stigið yfir miðlínuna, dómarinn var í engri stöðu til að sjá og sá augljóslega ekki hvað gerðist en dæmdi bara því allir Haukarnir öskruðu. Rangur dómur. Fyrir utan það eru fá eftirminnileg mistök. Heilt yfir vel haldið utan um hlutina. Viðtöl „Vorum ekki langt frá því í dag“ Friðrik Ingi var ánægður með margt hjá sínum mönnum. Vísir / Anton Brink „Maður er auðvitað aldrei ánægður að tapa en ég er hins vegar ánægður með mjög margt í leik liðsins og hvernig við komum til baka eftir síðasta leik sem var mjög slakur af okkur hálfu á móti Njarðvík. Við vorum í þeirri aðstöðu hér að jafnvel taka þennan leik, kannski ekki margir sem höfðu trú á því fyrir leikinn. En mér fannst við að mestu leiti spila ágætlega, nokkurn veginn eftir því sem við áttum von á, en það kannski vantaði herslumuninn á ákveðnum augnablikum. En ég er mjög ánægður með margt í okkar leik í dag“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, fljótlega eftir. „Þetta er auðvitað ekkert auðveld staða [að spila þrátt fyrir að vera fallinn] og mitt hlutverk er að minna leikmenn á að það kemur annar dagur eftir þennan, og annað tímabil og allt það. Þannig að allt sem við gerum alla daga fer bara í reynslubanka, í þekkingarbankann, þannig að við verðum bara að halda áfram. En maður gerir sér alveg grein fyrir því, og ég vissi það þegar ég kom inn í þetta verkefni um áramótin, að þetta hefur verið erfiður vetur og liðið er búið að vera á botninum. En við höfum átt marga mjög góða spretti og vaxið ásmegin með margt, þó það hafi ekki skilað sér í nógu mörgum sigrum, en við vorum ekki langt frá því í dag. Eins og ég segi var ég býsna sáttur með leik minna manna og margir ungir leikmenn sem að spiluðu mjög vel í dag. Nú eru tveir leikir eftir til að bæta í reynslubankann, eitthvað sérstakt sem þú vilt sjá eða prófa? „Í rauninni bara áframhald af því sem við sýndum í kvöld… Safna einhverju í sarpinn, þannig að það skili okkur einhverju þegar fram í sækir“ sagði Friðrik að lokum. Bónus-deild karla Haukar Valur
Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Haukar voru fallnir fyrir leik og úrslitin hafa því engin áhrif á þeirra framtíð. Valsmenn vinna hins vegar mikilvæg stig í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stemningsskot í fyrstu sóknunum Hilmir Arnarson byrjaði leikinn á því að setja tvo þrista og taka sex stiga forystu fyrir heimamenn. Haukar héldu svo áfram að hitta vel úr sínum skotum og spiluðu fína vörn gegn fremur slökum og áhugalausum sóknarleik Valsmanna. Haukar voru með fimm stiga forystu 26-21 eftir fyrsta leikhluta. Seppe D'espallier byrjaði svo annan leikhlutann á því að stela boltanum af Kristófer Acox og koma þeim í enn betra skap. Pressulausir heimamenn Heimamenn héldu áfram að spila stórvel, eins og pressulaus lið eiga til að gera, á meðan Valsmenn voru úr takt við það sem maður þekkir af þeim vanalega. Staðan 42-38 í hálfleik. Pressuleysið hélt áfram að henta Haukum í seinni hálfleik, allir leikmenn virtust njóta sín vel inni á vellinum, liðið spilaði skemmtilega saman og skotin duttu. Ungu strákarnir Hilmir og Ágúst nutu sín hvað mest og settu nokkur erfið skot ofan í. Lítil leikgleði hjá gestunum Aftur á móti var litla leikgleði að finna hjá Valsmönnum og útlitið var orðið ansi svart þegar þriðja leikhluta lauk, staðan 68-60. Valsmönnum tókst þó einhvern veginn að hrista sig saman fyrir lokakaflann, liðið spilaði miklu ákafari vörn og harkaði í sóknarleiknum, þeim stigum sem þurfti á töfluna. Kreistu út sigur Á endanum var munurinn milli liðanna sá að Valsmenn vildu og máttu alls ekki tapa, en tap skipti Hauka litlu máli. Þess vegna fór svo, að Haukar spiluðu betur þrjá af fjórum leikhlutum, en Valur vann leikinn á einskærum sigurvilja Atvik leiksins Til marks um að sigurvilji Valsmanna hafi verið meira má nefna atvik sem átti sér stað þegar rétt rúmlega mínúta eftir. Valsmaðurinn Kári Jónsson keyrði á körfuna og setti niður fáránlega erfitt sneiðskot. Hinum megin keyrði Everage Richardson á körfuna fyrir Hauka, en sótti viljandi villu frekar en að klára færið almennilega, klúðraði svo báðum vítum og virtist ekkert miður sín. Hefði getað minnkað muninn í tvö en hélt Valsmönnum fjórum stigum yfir og gaf þeim boltann. Sigurinn var þá svo gott sem kominn fyrir gestina. Dómarar Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson og Bergur Daði Ágústsson mynduðu þríeyki kvöldsins. Einhver þeirra (man ekki hver) gerðist sekur um að giska á að Kristófer Acox hefði stigið yfir miðlínuna, dómarinn var í engri stöðu til að sjá og sá augljóslega ekki hvað gerðist en dæmdi bara því allir Haukarnir öskruðu. Rangur dómur. Fyrir utan það eru fá eftirminnileg mistök. Heilt yfir vel haldið utan um hlutina. Viðtöl „Vorum ekki langt frá því í dag“ Friðrik Ingi var ánægður með margt hjá sínum mönnum. Vísir / Anton Brink „Maður er auðvitað aldrei ánægður að tapa en ég er hins vegar ánægður með mjög margt í leik liðsins og hvernig við komum til baka eftir síðasta leik sem var mjög slakur af okkur hálfu á móti Njarðvík. Við vorum í þeirri aðstöðu hér að jafnvel taka þennan leik, kannski ekki margir sem höfðu trú á því fyrir leikinn. En mér fannst við að mestu leiti spila ágætlega, nokkurn veginn eftir því sem við áttum von á, en það kannski vantaði herslumuninn á ákveðnum augnablikum. En ég er mjög ánægður með margt í okkar leik í dag“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, fljótlega eftir. „Þetta er auðvitað ekkert auðveld staða [að spila þrátt fyrir að vera fallinn] og mitt hlutverk er að minna leikmenn á að það kemur annar dagur eftir þennan, og annað tímabil og allt það. Þannig að allt sem við gerum alla daga fer bara í reynslubanka, í þekkingarbankann, þannig að við verðum bara að halda áfram. En maður gerir sér alveg grein fyrir því, og ég vissi það þegar ég kom inn í þetta verkefni um áramótin, að þetta hefur verið erfiður vetur og liðið er búið að vera á botninum. En við höfum átt marga mjög góða spretti og vaxið ásmegin með margt, þó það hafi ekki skilað sér í nógu mörgum sigrum, en við vorum ekki langt frá því í dag. Eins og ég segi var ég býsna sáttur með leik minna manna og margir ungir leikmenn sem að spiluðu mjög vel í dag. Nú eru tveir leikir eftir til að bæta í reynslubankann, eitthvað sérstakt sem þú vilt sjá eða prófa? „Í rauninni bara áframhald af því sem við sýndum í kvöld… Safna einhverju í sarpinn, þannig að það skili okkur einhverju þegar fram í sækir“ sagði Friðrik að lokum.