Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Giroud kom Skyttunum í 0-2 með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik. Frakkinn hefur verið í miklum ham að undanförnu en hann hefur nú skorað níu mörk í síðustu níu leikjum sínum með Arsenal.
Staðan var 0-2 í hálfleik en það var allt annað Newcastle-lið sem mætti til leiks í seinni hálfleiks.
Moussa Sissoko minnkaði muninn strax á 48. mínútu og eftir það sóttu leikmenn Newcastle án afláts. Þeim tókst hins vegar ekki að sigrast á vörn Arsenal og David Ospina í markinu.
En Arsenal hélt út og fagnaði sínum sjötta sigri í röð. Lærisveinar Arsene Wenger eru enn í 3. sætinu, nú með 60 stig.
Newcastle er hins vegar í 12. sæti með 35 stig.