Erlent

Leiðtogi afganskra Talibana styðjur friðarviðræður

Atli Ísleifsson skrifar
Liðsmenn Talibana hafa fjölgað árásum á afganskar öryggissveitir að undanförnu.
Liðsmenn Talibana hafa fjölgað árásum á afganskar öryggissveitir að undanförnu. Vísir/EPA
Mullah Mohammed Omar, leiðtogi Talibana í Afganistan, styður að lagt verði í friðarviðtæður Talibana og afganskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla.

Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingunni sé ekki vísað beint til friðarviðræðnanna, en að íslam banni ekki „friðsamleg samskipti“ við óvini.

Fulltrúar afganskra stjórnvalda funduðu í síðustu viku með fulltrúum Talibana með milligöngu pakistanskra stjórnvalda.

Liðsmenn Talibana hafa fjölgað árásum á afganskar öryggissveitir að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×