Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. september 2015 09:41 Sýrlenskir flóttamenn í gær við landamæri Austurríkis. Vísir/EPA Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira