Innlent

Síðasta Oslóartréð úrskurðað ónothæft

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá tendrun trésins á fyrsta í aðventu.
Frá tendrun trésins á fyrsta í aðventu. Vísir/Ernir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, greinir frá því að Oslóartréð sem tendrað var á Austurvelli sunnudaginn fyrir rúmri viku sé ónothæft og finna þurfi nýtt tré. Tréð var fjarlægt af Austurvelli á mánudaginn vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið í gær, þriðjudag.

Á Twitter segir Dagur að tréð hafi verið úrskurðað ónothæft í morgun eftir veður síðustu daga. Nýtt tré verði sótt í Heiðmörkina í dag segir Dagur og bætir við #þettareddast að Íslendinga sið.

Áralöng hefð hefur verið fyrir jólatrésgjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga. Tréð í ár var hið síðasta sem flutt var frá Noregi en í framhaldinu verður notast við íslensk tré. Um sameiginlega ákvörðun borganna er að ræða enda samræmist sendinga jólatrjáa á milli landa ekki umhverfissjónarmiðum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×