Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 17:23 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar konan hugðist kaupa sér hús. Mögulega var það á Eyrarbakka, þar sem þessi mynd er tekin. vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna. Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira