Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 17:23 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar konan hugðist kaupa sér hús. Mögulega var það á Eyrarbakka, þar sem þessi mynd er tekin. vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna. Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira