Var erfitt að vakna á morgnana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2015 06:00 Þorgerður er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. vísir/ole nielsen Fyrir utan nokkrar vikur í febrúar á þessu ári er vel á þriðja ár síðan Þorgerður Anna Atladóttir spilaði handboltaleik án þess að kenna sér alvarlegs meins. Hvert óhappið hefur rekið annað en eftir alvarleg axlarmeiðsli, sem kostaði hana tvær aðgerðir, sleit hún krossband í hné aðeins þremur vikum eftir að hún fór aftur af stað í upphafi ársins. Fyrir rúmri viku spilaði Þorgerður Anna á nýjan leik eftir enn eina endurhæfinguna er hún lék með varaliði Leipzig, liðsins síns í þýsku úrvalsdeildinni. Það var að hennar sögn afar ljúf tilfinning, eins og gefur að skilja. „Þetta var spennufall. Ég var alveg búin á því eftir leikinn. En mikið rosalega var þetta gaman. Ég var búin að bíða lengi eftir þessu augnabliki,“ segir glaðbeitt Þorgerður Anna í samtali við Fréttablaðið.Gekk á milli lækna í Noregi Axlarmeiðsli byrjuðu að plaga Þorgerði fyrst fyrir tæpum þremur árum, er hún lék með Val. Hún fór í aðgerð eftir tímabilið sem gekk þó ekki að óskum og spilaði Þorgerður eftir það heilt tímabil í Noregi með verk í öxlinni. Eftir að hafa gengið á milli lækna í Noregi án þess að fá svör og meðal annars dvalið hjá Arnóri [landsliðsmanni í handbolta] bróður sínum í Frakklandi þar sem hún var í sjúkraþjálfun fékk hún ekki almennileg svör fyrr en hún samdi við Leipzig í Þýskalandi haustið 2014. Hún segir að það hafi tekið svo á að fá ekki almennilegar skýringar á því af hverju hún var enn að finna fyrir verk í öxlinni og hafi það í raun verið léttir fyrir hana að fá „slæm“ tíðindi hjá lækninum í Þýskalandi. „Ég var farin að vona að læknarnir myndu finna eitthvað að mér sem er ekki sú niðurstaða sem maður vonast yfirleitt eftir,“ segir hún. „En ég vildi bara fá vondu fréttirnar til að það væri hægt að laga vandann.“ Þessi vondu tíðindi fékk hún á haustmánuðum 2014 og fór Þorgerður Anna í aðgerð sem að þessu sinni heppnaðist vel. Hún fór aftur af stað í febrúar á þessu ári og var rétt nýkomin af stað þegar það óhugsandi gerðist: Þorgerður Anna sleit krossband í hné á æfingu.Hætti á leið á sjúkrahúsið „Á leiðinni á sjúkrahúsið sagði ég við sjálfa mig að nú væri ég bara hætt. En ég var um þrjár mínútur að skipta um skoðun,“ segir hún en viðurkennir að áfallið hafi verið gríðarlega mikið. „Þegar ég lít yfir síðustu tvö árin þá finnst mér skrítið hversu vel mér gekk að komast í gegnum þetta allt saman. Ég hef oft leitt hugann að því af hverju maður er að þessu. Ég hafði ekki spilað handbolta í langan tíma og loksins þegar maður komst aftur af stað var manni um leið kippt niður á jörðina,“ segir hún. „Þetta er tilfinningarússíbani og hann tekur ótrúlega mikið á. En um leið og maður kemst aftur inn á völlinn að gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera þá er maður fljótur að gleyma öllu hinu.“Þrjóska og metnaður Þorgerður Anna hefur fundið fyrir miklum stuðningi hjá Leipzig, allt í senn frá þjálfara hennar, liðsfélögum, læknum og sjúkraþjálfurum. Og hún er þeim afar þakklát og segir að stuðningur góðra vina sé nauðsynlegur í svona stöðu, sérstaklega þar sem hún var fjarri vinum og ættingjum á Íslandi. „Það var mjög erfitt að sætta sig við að vera í sjúkraþjálfun í 5-6 tíma í dag og að gera sama hlutinn, aftur og aftur, næsta hálfa árið þegar ég var nýútskrifuð eftir axlarmeiðslin. Það var oft á tíðum afar erfitt að vakna á morgnana og vita hvað var fram undan. En maður komst í gegnum þetta á þrjósku og metnaði.“ Þorgerður Anna er eins og gefur að skilja aftarlega í goggunarröðinni í skyttustöðunni hjá Leipzig og með 5-6 landsliðsmenn fyrir framan sig að eigin sögn. En hún hefur verið að æfa sem línumaður að undanförnu og gæti spilað sem slíkur á nýju ári. „Annar línumaðurinn okkar meiddist í upphafi tímabils og liðið er því bara með einn línumann, sem þarf sína hvíld. Ég hef því verið að æfa að skjóta af línunni, sem er sérstakt fyrir mig sem skyttu. En ég er ánægð með að fá tækifærið, sem ég ætla að nýta.“ Handbolti Tengdar fréttir Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Fyrir utan nokkrar vikur í febrúar á þessu ári er vel á þriðja ár síðan Þorgerður Anna Atladóttir spilaði handboltaleik án þess að kenna sér alvarlegs meins. Hvert óhappið hefur rekið annað en eftir alvarleg axlarmeiðsli, sem kostaði hana tvær aðgerðir, sleit hún krossband í hné aðeins þremur vikum eftir að hún fór aftur af stað í upphafi ársins. Fyrir rúmri viku spilaði Þorgerður Anna á nýjan leik eftir enn eina endurhæfinguna er hún lék með varaliði Leipzig, liðsins síns í þýsku úrvalsdeildinni. Það var að hennar sögn afar ljúf tilfinning, eins og gefur að skilja. „Þetta var spennufall. Ég var alveg búin á því eftir leikinn. En mikið rosalega var þetta gaman. Ég var búin að bíða lengi eftir þessu augnabliki,“ segir glaðbeitt Þorgerður Anna í samtali við Fréttablaðið.Gekk á milli lækna í Noregi Axlarmeiðsli byrjuðu að plaga Þorgerði fyrst fyrir tæpum þremur árum, er hún lék með Val. Hún fór í aðgerð eftir tímabilið sem gekk þó ekki að óskum og spilaði Þorgerður eftir það heilt tímabil í Noregi með verk í öxlinni. Eftir að hafa gengið á milli lækna í Noregi án þess að fá svör og meðal annars dvalið hjá Arnóri [landsliðsmanni í handbolta] bróður sínum í Frakklandi þar sem hún var í sjúkraþjálfun fékk hún ekki almennileg svör fyrr en hún samdi við Leipzig í Þýskalandi haustið 2014. Hún segir að það hafi tekið svo á að fá ekki almennilegar skýringar á því af hverju hún var enn að finna fyrir verk í öxlinni og hafi það í raun verið léttir fyrir hana að fá „slæm“ tíðindi hjá lækninum í Þýskalandi. „Ég var farin að vona að læknarnir myndu finna eitthvað að mér sem er ekki sú niðurstaða sem maður vonast yfirleitt eftir,“ segir hún. „En ég vildi bara fá vondu fréttirnar til að það væri hægt að laga vandann.“ Þessi vondu tíðindi fékk hún á haustmánuðum 2014 og fór Þorgerður Anna í aðgerð sem að þessu sinni heppnaðist vel. Hún fór aftur af stað í febrúar á þessu ári og var rétt nýkomin af stað þegar það óhugsandi gerðist: Þorgerður Anna sleit krossband í hné á æfingu.Hætti á leið á sjúkrahúsið „Á leiðinni á sjúkrahúsið sagði ég við sjálfa mig að nú væri ég bara hætt. En ég var um þrjár mínútur að skipta um skoðun,“ segir hún en viðurkennir að áfallið hafi verið gríðarlega mikið. „Þegar ég lít yfir síðustu tvö árin þá finnst mér skrítið hversu vel mér gekk að komast í gegnum þetta allt saman. Ég hef oft leitt hugann að því af hverju maður er að þessu. Ég hafði ekki spilað handbolta í langan tíma og loksins þegar maður komst aftur af stað var manni um leið kippt niður á jörðina,“ segir hún. „Þetta er tilfinningarússíbani og hann tekur ótrúlega mikið á. En um leið og maður kemst aftur inn á völlinn að gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera þá er maður fljótur að gleyma öllu hinu.“Þrjóska og metnaður Þorgerður Anna hefur fundið fyrir miklum stuðningi hjá Leipzig, allt í senn frá þjálfara hennar, liðsfélögum, læknum og sjúkraþjálfurum. Og hún er þeim afar þakklát og segir að stuðningur góðra vina sé nauðsynlegur í svona stöðu, sérstaklega þar sem hún var fjarri vinum og ættingjum á Íslandi. „Það var mjög erfitt að sætta sig við að vera í sjúkraþjálfun í 5-6 tíma í dag og að gera sama hlutinn, aftur og aftur, næsta hálfa árið þegar ég var nýútskrifuð eftir axlarmeiðslin. Það var oft á tíðum afar erfitt að vakna á morgnana og vita hvað var fram undan. En maður komst í gegnum þetta á þrjósku og metnaði.“ Þorgerður Anna er eins og gefur að skilja aftarlega í goggunarröðinni í skyttustöðunni hjá Leipzig og með 5-6 landsliðsmenn fyrir framan sig að eigin sögn. En hún hefur verið að æfa sem línumaður að undanförnu og gæti spilað sem slíkur á nýju ári. „Annar línumaðurinn okkar meiddist í upphafi tímabils og liðið er því bara með einn línumann, sem þarf sína hvíld. Ég hef því verið að æfa að skjóta af línunni, sem er sérstakt fyrir mig sem skyttu. En ég er ánægð með að fá tækifærið, sem ég ætla að nýta.“
Handbolti Tengdar fréttir Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Óvíst hvað tekur við í sumar Samningur Þorgerðar Önnu Atladóttur við þýska liðið Leipzig rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá henni þá. 15. desember 2015 07:00