Fótbolti

Ólafur Guð­munds­son til Noregs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er haldinn í víking til Noregs.
Ólafur Guðmundsson er haldinn í víking til Noregs. Vísir/Diego

Norska knattspyrnufélagið Álasund hefur staðfest kaup á varnarmanninum Ólafi Guðmundssyni. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins þar sem Davíð Snær Jóhannsson er þar fyrir.

Hinn 22 ára gamli Ólafur er örvfættur varnarmaður sem hefur leikið með FH frá 2021. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Keflavík og Grindavík á láni. Ólafur og Davíð Snær voru samherjar í Hafnafirði árin 2022 og 2023. Þeir sameina nú krafta sína á ný í norsku B-deildinni.

„Mér líður mjög vel að vera búinn að skrifa undir. Ég held að framtíðin sé björt hjá Álasundi og hlakka til að taka þátt í uppbyggingunni,“ sagði Ólafur eftir að hafa skrifað undir.

FH-ingar mæta með mikið breytt lið til leiks í Bestu deild karla á næstu leiktíð þar sem Logi Hrafn Róbertsson fór nýverið til Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×