Umfjöllun: Finnland - Ísland 0-1 | Arnór Ingvi sá um Finna Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 18:00 Arnór Ingvi Traustason er að sanna sig með íslenska landsliðinu. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Svíþjóðarmeistara IFK Norrköping, skoraði eina mark Íslands og tryggði því sigur á Finnlandi í vináttuleik í fótbolta sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Markið skoraði Arnór Ingvi á 16. mínútu leiksins eftir glæsilegan undirbúning Hjartar Loga Valgarðssonar, en Keflvíkingurinn stakk sér inn á teiginn og afgreiddi flotta sendingu Hafnfirðingsins í netið. Báðir þessir leikmenn gera sér vonir um sæti á EM í sumar og gerðu þeir sér engan óleik í dag. Þetta er fyrsti sigur Íslands í vináttuleik síðan liðið lagði Kanada fyrir 362 dögum síðan á Flórída, en gengi liðsins í leikjum sem „skipta ekki máli“ undir stjórn Lars og Heimis hefur ekki verið gott. Eftir sigurinn á Kanada gerði Ísland jafntefli við sama lið, annað jafntefli við Eistland og tapaði svo fyrir Póllandi og Slóvakíu. Leikurinn í dag var í heildina ekki mikil skemmtun. Spilið var afar hægt og fá færi sköpuðust í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að hafa boltann en sóknarlotur Finna í fyrri hálfleik voru ekki sannfærandi. Haraldur Björnsson kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og þurfti að verja maður á móti manni eftir aðeins nokkrar sekúndur. Sóknarþungi Finna var meiri í seinni hálfleik en Haraldur stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik og varði allt sem á markið kom. Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg færi í leiknum, en sóknarleikurinn var í heildina frekar bitlaus. Fyrir utan slæman kafla í byrjun seinni hálfleiks hélt liðið skipulagi og varðist ágætlega, en það hefur reynst vandamál í vináttuleikjum að undanförnu. Arnór Ingvi heldur áfram að sannfæra þjálfarana um að hann eigi að fá farseðil á EM, en hann stóð sig líka vel í vináttuleikunum undir lok síðasta árs. Sölvi Geir Ottesen var nokkuð traustur í vörninni og Eiður Smári sýndi fína takta inn á miðjunni, sérstaklega þegar hann fékk boltann í fæturnar. Íslenska liðið heldur áfram að æfa í Abu Dhabi og mætir heimamönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira