Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2016 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson stóð uppi sem sigurvegari í hinni umdeildu kosningu. vísir/anton brink Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00