Hart tekist á í kappræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2016 07:54 Frá kappræðunum í nótt. Vísir/AFP Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Aðrar kappræður Donald Trump og Hillary Clinton í nótt einkenndust af persónulegum árásum og deilum. Tónninn var sleginn strax í byrjun þegar Trump og Clinton tókust ekki í hendur. Clinton sagði Trump ekki búa yfir getu né skapgerð til að sinna starfi forseta og Trump sagði að ef hann yrði forseti færi Clinton líklega í fangelsi. Hann myndi ráða sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Áhorfendur kappræðnanna voru óákveðnir kjósendur sem Gallup hafði valið og fengu þeir að spyrja frambjóðendurna spurninga. Trump var undir álagi á kappræðunum þar sem hann hefur átt mjög erfiða viku.Myndbandið rætt Anderson Cooper, annar stjórnenda næturinnar ásamt Martha Raddatz, sagði að þeim hefðu borist fjöldinn allur af spurningum varðandi upptöku frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum vegna frægðar sinnar. Þá talaði hann um konur með mjög grófum hætti. Minnst 33 háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn við Trump til baka og þar á meðal eru þingmenn og ríkisstjórar. Trump neitaði fyrir að hafa ráðist kynferðilega á konur með því að kyssa þær og grípa í þær. Þá sagðist hann aldrei hafa sagt að hann hefði gert það. Sem hann þó gerði. Hann sagði að um „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða, hann hefði beðist afsökunar og að hann væri ekki stoltur af orðum sínum. Því næst sneri Trump orðum sínum að Íslamska ríkinu í smá stund áður en hann hélt áfram og sagði ummæli sína vera „eitthvað sem fólk segir“. Hann sagði Bill Clinton, eiginmanna Hillary og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa verið mun verri. Skömmu fyrir kappræðurnar hélt Trump balaðamannafund með þremur konum sem höfðu á árum áður sakað Bill Clinton um að brjóta gegn sér kynferðislega. Bill Clinton varð aldrei ákærður fyrir þessi meintu brot en samokumlag náðist vegna einnar lögsóknar. Trump bauð konunum á kappræðurnar og reyndi að láta þær setjast fremst og við hlið Bill Clinton. Kappræðunefndin kom þó í veg fyrir að af yrði. Clinton svaraði aldrei ásökunum Trump vegna eiginmanns síns beint, en hún talaði þó um upptökuna frá 2005 og sagði hana sýna hver Trump væri í raun og veru. „Ég hef verið ósammála fyrri frambjóðendum Repúblikana en ég hef aldrei dregið getu þeirra til að vera forseti í efa.“Endað á léttum nótum Kappræðurnar enduðu þó á léttari nótum þar sem frambjóðendurnir voru spurðir af áhorfendum hvort það væri eitthvað við hvort annað sem þau bæru virðingu fyrir. Clinton hrósaði Trump fyrir að hafa alið upp frábær börn. Trump sagði Clinton vera mikla baráttukonu, hún gæfist aldrei upp og það væri virðingavert.Kappræðurnar í heild sinni. CNN tekur saman það helsta. Trump hótar að fangelsa Clinton Móðganir og deilur Hver vann? CNN Samantekt AP fréttaveitunnar. Rætt um skatta Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira