Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2016 16:31 Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Oddný Harðardóttir hefur sagt af sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta tilkynnti hún fjölmiðlamönnum á Bessastöðum að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Oddný mun þó áfram gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Samfylkingin galt afhroð í nýafstöðnum kosningum til Alþingis þar sem flokkurinn fékk aðeins þrjá þingmenn á þing. Reynsluboltar á borð við Össur Skarphéðinsson, Helga Hjörvar og Árna Pál Árnason náðu ekki sæti á Alþingi. Hún sagði við fréttamenn á Bessastöðum rétt í þessu að hún hefði tekið ákvörðunina um að hætta fljótlega innra með sér þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir en ákvað það ekki endilega fyrr en að hafa rætt við flokksmenn. Oddný tók við sem formaður flokksins í júní þar sem hún hafði betur í formannsslag. Hlaut hún 59,9 prósent atkvæða. Sjá einnig:Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu frá Oddnýju: Ég tók við sem formaður á miklum erfiðleikatímum í Samfylkingunni, tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Samfylkingin náði ekki árangri í þessum kosningum, en það kemur dagur eftir þennan dag og við höldum áfram. Það er afar mikilvægt að það skapist friður innan flokksins svo hægt sé að byggja starfið upp að nýju. Ég ætla að leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi. Afgerandi niðurstöður kosninganna kalla hins vegar á afgerandi viðbrögð. Ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Logi Einarsson, varaformaður og nýkjörinnþingmaður Norðausturkjördæmis, tekur nú við stjórn flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira