Enski boltinn

Sex úrvalsdeildarlið úr leik í enska bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úlfarnir fagna.
Úlfarnir fagna. Vísir/Getty
Tuttuguogþremur leikjum er nýlokið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Fimm úrvalsdeildarlið féllu úr keppni í dag. Í gær vann Manchester City öruggan 0-5 sigur á West Ham United.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Wolves sem vann 0-2 útisigur á Stoke City.

Swansea City er úr leik eftir 2-0 tap fyrir Hull City.

Sunderland og Burnley þurfa að mætast öðru sinni eftir að hafa gert markalaust jafntefli á Ljósvangi í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 72 mínúturnar.

Ahmed Musa skoraði tvívegis þegar Leicester City bar sigurorð af Everton.

C-deildarlið Millwall gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0.

Derby County kom til baka eftir að hafa lent undir og knúði fram 1-2 sigur á West Brom á útivelli.

Eggert Gunnþór Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Fleetwood Town gerði markalaust jafntefli við Bristol City á útivelli. Hörður Björgvin Magnússon lék ekki með Bristol vegna meiðsla.

Öll úrslitin úr leikjunum sem hófust klukkan 15:00 má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×