Fótbolti

Kári til Kýpur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári í landsleik gegn Króatíu í fyrra.
Kári í landsleik gegn Króatíu í fyrra. vísir/epa
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er genginn í raðir Omonia Nicosia á Kýpur.

Kári, sem er 34 ára, kemur til kýpverska liðsins frá sænsku meisturunum í Malmö sem hann lék með í tæp tvö ár.

Kári hefur komið víða við á ferli sínum í atvinnumennsku en Omonia er áttunda erlenda félagið sem hann spilar fyrir. Auk Kýpur og Svíþjóðar hefur Kári leikið í Danmörku, Englandi og Skotlandi.

Omonia er í 5. sæti kýpversku 1. deildarinnar með 44 stig eftir 21 umferð. Sex efstu lið deildarinnar spila síðan sín á milli um meistaratitilinn.

Omonia endaði í 4. sæti deildarinnar í fyrra og vann sér sæti í Evrópudeildinni. Liðið féll úr leik fyrir Beitar Jerusalem í 2. umferð Evrópudeildarinnar.

Þjálfari Omonia er John Carver sem stýrði Newcastle United seinni hluta tímabilsins 2014-15. Íþróttastjóri Omonia er Nikos Dabizas, fyrrum leikmaður Newcastle.

Næsti leikur Omonia er gegn Aris á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×