Enski boltinn

Liverpool hafnaði risatilboði Barcelona í Coutinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Liverpool hafnaði í gærkvöldi nýju risatilboði í Brasilíumanninn Philippe Coutinho, ef marka má frétt Liverpool Echo. Þetta var annað tilboð Barcelona en báðum hefur verið hafnað.

Börsungar voru reiðubúnir að borga 100 milljónir evra fyrir Coutinho, jafnvirði 12,4 milljarða króna - um nífalt meira en Liverpool borgaði fyrir hann þegar félagið keypti hann frá Inter á Ítalíu árið 2013.

Fyrra tilboði var einnig hafnað en það var upp á 80 milljónir evra.

Forráðamenn Liverpool hafa ítrekað að Coutinho sé ekki til sölu og það hefur Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, einnig gert. Félagið hefur því staðið við orð sín, hingað til, um að selja ekki einn sinn allra besta leikmann.

Coutinho skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Liverpool í janúar en er engu að síður sagður áhugasamur um að ganga til liðs við Barcelona

Hann verður ekki með í leik Liverpool gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni þar sem að hann er að glíma við bakmeiðsli.


Tengdar fréttir

Fulltrúar Barcelona mættir til Liverpool

Spænskir fjölmiðlar búast við því að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho verði orðinn leikmaður Barcelona áður en þessi dagur er að kvöldi kominn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×