Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi skoraði gull af marki í kvöld vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. Það mark kom eftir aðeins 13 sekúndna leik í síðari hálfleik gegn Hadjuk Split frá Króatíu. Hann vann boltann á miðjunni, er rétt fyrir innan miðju á hægri kantinum. Okkar maður lætur óvænt vaða og boltinn söng í netinu. Ótrúlegt. Þarna jafnaði Gylfi leikinn í 1-1 og það dugði. Everton vann einvígið 3-1 samtals og tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Matthías Vilhjálmsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Rosenborg er liðið lagði Ajax 3-2 og vann einvígi liðanna samtals, 4-2. Gríðarlega vel gert en eins og menn muna þá fór Ajax alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en kemst ekki í riðlakeppnina að þessu sinni. Arnór Ingvi Traustason sat svo allan tímann á bekknum er lið hans, AEK, tryggði sér 3-0 sigur á Club Brugge. Evrópudeild UEFA
Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. Það mark kom eftir aðeins 13 sekúndna leik í síðari hálfleik gegn Hadjuk Split frá Króatíu. Hann vann boltann á miðjunni, er rétt fyrir innan miðju á hægri kantinum. Okkar maður lætur óvænt vaða og boltinn söng í netinu. Ótrúlegt. Þarna jafnaði Gylfi leikinn í 1-1 og það dugði. Everton vann einvígið 3-1 samtals og tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Matthías Vilhjálmsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Rosenborg er liðið lagði Ajax 3-2 og vann einvígi liðanna samtals, 4-2. Gríðarlega vel gert en eins og menn muna þá fór Ajax alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en kemst ekki í riðlakeppnina að þessu sinni. Arnór Ingvi Traustason sat svo allan tímann á bekknum er lið hans, AEK, tryggði sér 3-0 sigur á Club Brugge.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“