Sanchez kominn á blað hjá Arsenal Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. september 2017 22:00 Arsene Wenger. vísir/getty Alexis Sanchez er kominn á blað á tímabilinu fyrir Arsenal þegar hann skoraði í 3-1 sigri á Köln í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sanchez kom Arsenal í 2-1 á 67. mínútu. Hann er á leið til baka í átt að eigin marki en nær að snúa boltanum glæsilega í fjærhornið. Áður hafði Jhon Cordoba komið Köln í forystu á 9. mínútu leiksins þegar hann fær boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal og sér að Ospina er í skógarhlaupi. Cordoba vippar boltanum glæsilega einhverja 20-30 metra og í markið. Martraðarbyrjun fyrir Arsenal. Sead Kolasinac jafnaði leikinn fyrir Arsenal á 49. mínútu eftir fyrirgjöf frá Theo Walcott. Hector Bellerin tryggði svo sigur Arsenal á 82. mínútu. Theo Walcott á skot á markið sem Timo Horn ver, en frákastið berst til Bellerin sem klárar færið og kemur Arsenal í 3-1. Hinn leikur riðilsins endaði með 1-1 jafntefli BATE og Crvena zvezda. Evrópudeild UEFA
Alexis Sanchez er kominn á blað á tímabilinu fyrir Arsenal þegar hann skoraði í 3-1 sigri á Köln í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sanchez kom Arsenal í 2-1 á 67. mínútu. Hann er á leið til baka í átt að eigin marki en nær að snúa boltanum glæsilega í fjærhornið. Áður hafði Jhon Cordoba komið Köln í forystu á 9. mínútu leiksins þegar hann fær boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal og sér að Ospina er í skógarhlaupi. Cordoba vippar boltanum glæsilega einhverja 20-30 metra og í markið. Martraðarbyrjun fyrir Arsenal. Sead Kolasinac jafnaði leikinn fyrir Arsenal á 49. mínútu eftir fyrirgjöf frá Theo Walcott. Hector Bellerin tryggði svo sigur Arsenal á 82. mínútu. Theo Walcott á skot á markið sem Timo Horn ver, en frákastið berst til Bellerin sem klárar færið og kemur Arsenal í 3-1. Hinn leikur riðilsins endaði með 1-1 jafntefli BATE og Crvena zvezda.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti