Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2017 14:30 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék lokadaginn á Evian-risamótinu í golfi á pari en eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á stórmóti í fyrsta sinn lauk hún leik á mótinu á 216 höggum eða þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir hún 48. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en það áttu enn nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik. Ólafía sem hóf leik á 10. teig í dag átti slæman kafla á brautum 14-16. þegar hún tapaði fjórum höggum eftir að hafa verið einu höggi undir pari þar áður. Henni tókst hinsvegar að laga það á seinni hluta vallarins og koma í hús á parinu en hún fékk alls 5 fugla, 3 skolla og einn skramba á hringnum. Ólafía komst í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á þremur höggum yfir pari en hún byrjaði lokadaginn vel. Fékk hún fugl á þriðju braut og var á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Þá kom erfiður kafli hjá Ólafíu, þrípútt á fimmtu holu kom henni aftur á parið. Á næstu holu var millimeters munur hvort fjórða höggið væri gott eða slæmt og því miður fyrir hana var það slæmt sem skilaði henni skolla.Ólafía púttar á flöt í Frakklandi í dagVísir/ÞorsteinnÞetta virtist eitthvað fara í taugarnar á okkar konu sem fékk skramba á næstu braut, par 3 holu sem hún setti boltann í sandglompu og sló þaðan yfir flötina. Tvípútt þýddi svo að hún var skyndilega á þremur höggum yfir pari á deginum. Fugl á átjándu holu, erfiðustu holu vallarins, eftir frábær innáhögg þýddi að hún lék fyrri níu holur dagsins á tveimur höggum yfir pari. Fékk hún skolla á annarri braut, aftur þrípúttaði hún á erfiðri flöt og var hún aftur á þremur höggum yfir pari á deginum og alls sex höggum yfir pari. Þá kom besti kafli dagsins hjá Ólafíu sem fékk fugl á þriðju, sjöttu og sjöundu braut, þrjá fugla á fimm holum sem kom henni aftur á parið. Á sjöttu braut setti hún niður erfitt vipp undan tré við hlið flatarinnar og á næstu braut bjargaði hún sér úr skógi við hlið brautarinnar og frábært innáhögg gaf henni fugl. Eftir gott innáhögg á áttundu rétt missti hún af fugli eftir tveggja metra pútt en á lokaholunni setti hún niður fyrir pari.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira