Valdís endaði þriðja og er örugg með keppnisrétt á næsta ári Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:15 Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni. Mynd/gsimyndir.net/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni. Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya Ladies Open mótinu í golfi sem lauk í Kína í nótt. Íslandsmeistarinn spilaði alla þrjá hringi mótsins mjög vel, hún var þriðja eftir fyrsta hring, önnur eftir gærdaginn, en missti Solar Lee frá Suður-Kóreu upp fyrir sig í nótt og endar í þriðja sæti mótsins. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni á tímabilinu, en áður hafði hún best ná 22. sæti á þeim sjö mótum sem hún tók þátt í. Fyrir árangurinn fær Valdís 18 þúsund evrur, eða 2,2 milljónir króna. Skagakonan fór hringinn í dag á pari. Hún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og fór restina af holunum á pari. Samanlagður árangur hennar yfir alla þrjá keppnisdaga var því sjö högg undir pari. Frakkinn Celine Boutier vann mótið á 12 höggum undir pari. Þessi glæsilegi árangur Valdísar Þóru þýðir að hún er orðinn örugg með áframhaldandi þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári. Fyrir mótið var Valdís í 113. sæti peningalistans. 80 efstu kylfingarnir fá fullan þáttökurétt á næsta tímabili. Nú er hún stokkin upp í 50. sæti listans þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira