Glæsimark Gylfa gerði lítið fyrir arfaslakt lið Everton | Sjáðu mörkin Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. nóvember 2017 15:15 Everton steinlá á St.Mary´s í dag þegar liðið heimsótti Southampton í uppgjöri tveggja liða sem hafa byrjað mótið frekar illa. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust yfir á 18.mínútu þegar Dusan Tadic batt endahnútinn á frábæra sókn. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn í liði Everton og hann kom liðinu inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði algjörlega stórbrotið mark. Staðan í leikhléi því jöfn, 1-1. Hefði mátt ætla að glæsimark Gylfa myndi kveikja í liðsfélögunum en því fór fjarri. Everton sýndi af sér hörmulega frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks og það nýtti Charlie Austin sér með því að gera tvö mörk á sex mínútum. Steven Davis fullkomnaði svo niðurlægingu gestanna með laglegu marki á 87.mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Southampton. Margir leikmenn Everton litu jafnan út eins og byrjendur í knattspyrnu frekar en atvinnumenn og ljóst að ýmislegt þarf að breytast ef liðið ætlar ekki að vera í fallbaráttu í vetur. Southampton hins vegar komið upp í 10.sæti deildarinnar með sextán stig. Enski boltinn
Everton steinlá á St.Mary´s í dag þegar liðið heimsótti Southampton í uppgjöri tveggja liða sem hafa byrjað mótið frekar illa. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust yfir á 18.mínútu þegar Dusan Tadic batt endahnútinn á frábæra sókn. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn í liði Everton og hann kom liðinu inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði algjörlega stórbrotið mark. Staðan í leikhléi því jöfn, 1-1. Hefði mátt ætla að glæsimark Gylfa myndi kveikja í liðsfélögunum en því fór fjarri. Everton sýndi af sér hörmulega frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks og það nýtti Charlie Austin sér með því að gera tvö mörk á sex mínútum. Steven Davis fullkomnaði svo niðurlægingu gestanna með laglegu marki á 87.mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Southampton. Margir leikmenn Everton litu jafnan út eins og byrjendur í knattspyrnu frekar en atvinnumenn og ljóst að ýmislegt þarf að breytast ef liðið ætlar ekki að vera í fallbaráttu í vetur. Southampton hins vegar komið upp í 10.sæti deildarinnar með sextán stig.