Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KA 3-1 | Sterk byrjun Skagamanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2019 18:45 Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk þegar ÍA vann 3-1 sigur á KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Skagamenn léku vel á undirbúningstímabilinu og koma með mikinn meðbyr inn í Íslandsmótið eins og sást í leiknum í dag. Þeir réðu ferðinni og höfðu góða stjórn á leiknum. KA-menn voru hins vegar sjálfum sér verstir. Fyrsta markið skoraði Tryggvi Hrafn á 32. mínútu eftir skelfilega sendingu Brynjars Inga Bjarnasonar til taka á Aron Dag Birnuson. Brynjar tapaði boltanum aftur klaufalega þegar fimm mínútur voru til hálfleiks og það kostaði mark. Hörður Ingi Gunnarsson fór upp að endamörkum vinstra megin og lyfti boltanum fyrir á Viktor Jónsson sem skallaði hann í netið af stuttu færi. Gestirnir frá Akureyri fengu líflínu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá frábæra fyrirgjöf frá hægri, Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, missti af boltanum og Hallgrímur ýtti honum yfir línuna. Markið dugði KA þó skammt og þeir náðu aldrei neinu flugi í seinni hálfleik. Tryggvi Hrafn gulltryggði sigur ÍA þegar hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu á 58. mínútu. Varnarveggur KA leit afar illa út í því atviki og Tryggvi nýtti sér það. Fleiri urðu mörkin ekki og Skagamenn fögnuðu þremur stigum, þremur mörkum og góðri byrjun á tímabilinu.Af hverju vann ÍA? Skagamenn voru með frumkvæðið lengst af og það var meiri kraftur í þeirra aðgerðum. Fyrir utan markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks vörðust heimamenn vel með Marcus Johansson sem besta mann. Bæði lið voru varkár framan af leik og ef minnsti möguleiki var á skyndisókn andstæðingsins stöðvuðu liðin hana í fæðingu með broti. Smám saman náðu Akurnesingar betri tökum á leiknum og þeir réðu ferðinni, hvort sem þeir voru með boltann eða ekki. Þeir nýttu sér svo mistök gestanna til hins ítrasta.Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hrafn var virkilega sprækur á vinstri kantinum og skoraði tvö góð mörk. Frábær byrjun á tímabilinu hjá honum og fyrir stuðningsmenn ÍA vonandi fyrirboði um það sem koma skal í sumar. Miðverðir ÍA, þeir Óttar Bjarni Guðmundsson, Marcus og Einar Logi Einarsson, voru mjög traustir og öruggir í sínum aðgerðum í leiknum. Hinn sænski Marcus var sérstaklega góður og virðist vera góð viðbót við lið Skagamanna. Þá átti Stefán Teitur Þórðarson mjög góðan leik í sinni nýju stöðu sem miðjumaður og Viktor var öflugur sem fremsti maður. Daníel Hafsteinsson var besti leikmaður KA, hætti aldrei og var sá eini úr liði gestanna sem var líklegur til að halda Skagamönnum vandræðum.Hvað gekk illa? Brynjar fékk stórt tækifæri í miðri vörn KA, nýtti það illa og gerði stór mistök í fyrstu tveimur mörkum ÍA og Það hjálpaði honum heldur ekki neitt að skömmu fyrir fyrsta markið fór reynsluboltinn Hallgrímur Jónasson meiddur af velli. KA-menn setja traust sitt á hinn tvítuga Aron Dag milli stanganna og því geta fylgt vaxtaverkir. Varnarveggurinn sem hann stillti upp í aukaspyrnunni sem Tryggvi skoraði úr leit skringilega út og létti starf Skagamannsins mikið. KA-menn sköpuðu lítið í leiknum og Elfar Árni Aðalsteinsson var mjög einmana í framlínunni.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn. ÍA sækir Augnablik heim á meðan Óli Stefán Flóventsson stýrir KA gegn sínum gömlu félögum í Sindra.Jóhannes Karl: Þurftum ekki að breyta neinu í hálfleik „Við gerðum þetta virkilega vel. Við lögðum áherslu á að spila sterkan varnarleik og allir leikmennirnir, frá þeim fremsta til þess aftasta, sinntu varnarskyldunni vel. Svo vorum með hættulegir fram á við og sköpuðum fullt af færum. Að mínu mati hefði sigurinn getað orðið stærri,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn á KA. Aðspurður sagði Jóhannes Karl að markið sem ÍA fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks ekki breytt neinu um það hvernig hann lagði seinni hálfleikinn upp. „Nei, í raun og veru ekki. Við vorum með yfirhöndina svo það þurfti ekki að breyta neinu. Það var mjög pirrandi að fá þetta mark á sig en það breytti engu um nálgun okkar fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann spilaði með þrjá miðverði í leiknum í dag, líkt og KA gerir venjulega. „Við höfum spilað tvær leikaðferðir í vetur. Þessi leikaðferð hentar okkur mjög vel en getum líkað spilað fleiri útfærslur. En ég held að skipti engu hvaða leikaðferð við spilum því leikmennirnir eru frábærir,“ sagði Jóhannes Karl sem hrósaði tveggja marka manninum Tryggva Hrafni Haraldssyni í hástert fyrir hans frammistöðu. „Allir í sóknarlínunni okkar eru með mikla hæfileika. En Tryggvi býr yfir svo miklum gæðum og vinnur líka vel og er hörkuduglegur. Það er frábært að vera búnir að fá svona öflugan leikmann til okkar,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.Óli Stefán: Treysti markverðinum Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, sagði að dýr mistök hefðu orðið hans liði að falli gegn ÍA í dag. „Ég er svekktur að þetta hafi farið svona. Við gerðum stór mistök sem okkur var refsað fyrir. Skagamenn eru beinskeyttir og nýta þau tækifæri sem gefast. Þeir gerðu vel í dag,“ sagði Óli Stefán sem var langt frá því að vera ósáttur með spilamennsku KA-manna í dag. „Ég verð að rýna aðeins í frammistöðuna og mér fannst hún góð á löngum köflum. Við gerðum réttu hlutina en mistökin kostuðu okkur sigurinn,“ sagði Óli Stefán. Það kom honum ekki á óvart að ÍA skyldi spila með þrjá miðverði í leiknum í dag. „Alls ekki, þeir gerðu það á móti okkur í Lengjubikarnum og gerðu það vel,“ sagði Óli Stefán. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark ÍA með skoti beint úr aukaspyrnu. Varnarveggur KA leit ekki vel út í því atviki. „Það er erfitt fyrir mig að segja. Ég treysti bara markverðinum [Aroni Degi Birnusyni] að stilla veggnum upp eftir bestu getu. Þetta er ungur strákur sem var að byrja í fyrsta leik og ef veggnum hefur verið stillt vitlaust upp skoðum við það og lögum,“ sagði Óli Stefán um þriðja mark Skagamanna. KA minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleik en nýtti sér ekki meðbyrinn í þeim seinni. „Við komumst í góðar stöður en sköpuðum ekki mörg dauðafæri. Mér fannst við gera réttu hlutina og fínir á stórum köflum í leiknum. En við fengum á okkur mörk sem setja þessa mynd á leikinn. Og það er ég ekki ánægður með,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk þegar ÍA vann 3-1 sigur á KA í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Skagamenn léku vel á undirbúningstímabilinu og koma með mikinn meðbyr inn í Íslandsmótið eins og sást í leiknum í dag. Þeir réðu ferðinni og höfðu góða stjórn á leiknum. KA-menn voru hins vegar sjálfum sér verstir. Fyrsta markið skoraði Tryggvi Hrafn á 32. mínútu eftir skelfilega sendingu Brynjars Inga Bjarnasonar til taka á Aron Dag Birnuson. Brynjar tapaði boltanum aftur klaufalega þegar fimm mínútur voru til hálfleiks og það kostaði mark. Hörður Ingi Gunnarsson fór upp að endamörkum vinstra megin og lyfti boltanum fyrir á Viktor Jónsson sem skallaði hann í netið af stuttu færi. Gestirnir frá Akureyri fengu líflínu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá frábæra fyrirgjöf frá hægri, Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, missti af boltanum og Hallgrímur ýtti honum yfir línuna. Markið dugði KA þó skammt og þeir náðu aldrei neinu flugi í seinni hálfleik. Tryggvi Hrafn gulltryggði sigur ÍA þegar hann skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu á 58. mínútu. Varnarveggur KA leit afar illa út í því atviki og Tryggvi nýtti sér það. Fleiri urðu mörkin ekki og Skagamenn fögnuðu þremur stigum, þremur mörkum og góðri byrjun á tímabilinu.Af hverju vann ÍA? Skagamenn voru með frumkvæðið lengst af og það var meiri kraftur í þeirra aðgerðum. Fyrir utan markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks vörðust heimamenn vel með Marcus Johansson sem besta mann. Bæði lið voru varkár framan af leik og ef minnsti möguleiki var á skyndisókn andstæðingsins stöðvuðu liðin hana í fæðingu með broti. Smám saman náðu Akurnesingar betri tökum á leiknum og þeir réðu ferðinni, hvort sem þeir voru með boltann eða ekki. Þeir nýttu sér svo mistök gestanna til hins ítrasta.Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hrafn var virkilega sprækur á vinstri kantinum og skoraði tvö góð mörk. Frábær byrjun á tímabilinu hjá honum og fyrir stuðningsmenn ÍA vonandi fyrirboði um það sem koma skal í sumar. Miðverðir ÍA, þeir Óttar Bjarni Guðmundsson, Marcus og Einar Logi Einarsson, voru mjög traustir og öruggir í sínum aðgerðum í leiknum. Hinn sænski Marcus var sérstaklega góður og virðist vera góð viðbót við lið Skagamanna. Þá átti Stefán Teitur Þórðarson mjög góðan leik í sinni nýju stöðu sem miðjumaður og Viktor var öflugur sem fremsti maður. Daníel Hafsteinsson var besti leikmaður KA, hætti aldrei og var sá eini úr liði gestanna sem var líklegur til að halda Skagamönnum vandræðum.Hvað gekk illa? Brynjar fékk stórt tækifæri í miðri vörn KA, nýtti það illa og gerði stór mistök í fyrstu tveimur mörkum ÍA og Það hjálpaði honum heldur ekki neitt að skömmu fyrir fyrsta markið fór reynsluboltinn Hallgrímur Jónasson meiddur af velli. KA-menn setja traust sitt á hinn tvítuga Aron Dag milli stanganna og því geta fylgt vaxtaverkir. Varnarveggurinn sem hann stillti upp í aukaspyrnunni sem Tryggvi skoraði úr leit skringilega út og létti starf Skagamannsins mikið. KA-menn sköpuðu lítið í leiknum og Elfar Árni Aðalsteinsson var mjög einmana í framlínunni.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn. ÍA sækir Augnablik heim á meðan Óli Stefán Flóventsson stýrir KA gegn sínum gömlu félögum í Sindra.Jóhannes Karl: Þurftum ekki að breyta neinu í hálfleik „Við gerðum þetta virkilega vel. Við lögðum áherslu á að spila sterkan varnarleik og allir leikmennirnir, frá þeim fremsta til þess aftasta, sinntu varnarskyldunni vel. Svo vorum með hættulegir fram á við og sköpuðum fullt af færum. Að mínu mati hefði sigurinn getað orðið stærri,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn á KA. Aðspurður sagði Jóhannes Karl að markið sem ÍA fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks ekki breytt neinu um það hvernig hann lagði seinni hálfleikinn upp. „Nei, í raun og veru ekki. Við vorum með yfirhöndina svo það þurfti ekki að breyta neinu. Það var mjög pirrandi að fá þetta mark á sig en það breytti engu um nálgun okkar fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann spilaði með þrjá miðverði í leiknum í dag, líkt og KA gerir venjulega. „Við höfum spilað tvær leikaðferðir í vetur. Þessi leikaðferð hentar okkur mjög vel en getum líkað spilað fleiri útfærslur. En ég held að skipti engu hvaða leikaðferð við spilum því leikmennirnir eru frábærir,“ sagði Jóhannes Karl sem hrósaði tveggja marka manninum Tryggva Hrafni Haraldssyni í hástert fyrir hans frammistöðu. „Allir í sóknarlínunni okkar eru með mikla hæfileika. En Tryggvi býr yfir svo miklum gæðum og vinnur líka vel og er hörkuduglegur. Það er frábært að vera búnir að fá svona öflugan leikmann til okkar,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.Óli Stefán: Treysti markverðinum Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, sagði að dýr mistök hefðu orðið hans liði að falli gegn ÍA í dag. „Ég er svekktur að þetta hafi farið svona. Við gerðum stór mistök sem okkur var refsað fyrir. Skagamenn eru beinskeyttir og nýta þau tækifæri sem gefast. Þeir gerðu vel í dag,“ sagði Óli Stefán sem var langt frá því að vera ósáttur með spilamennsku KA-manna í dag. „Ég verð að rýna aðeins í frammistöðuna og mér fannst hún góð á löngum köflum. Við gerðum réttu hlutina en mistökin kostuðu okkur sigurinn,“ sagði Óli Stefán. Það kom honum ekki á óvart að ÍA skyldi spila með þrjá miðverði í leiknum í dag. „Alls ekki, þeir gerðu það á móti okkur í Lengjubikarnum og gerðu það vel,“ sagði Óli Stefán. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark ÍA með skoti beint úr aukaspyrnu. Varnarveggur KA leit ekki vel út í því atviki. „Það er erfitt fyrir mig að segja. Ég treysti bara markverðinum [Aroni Degi Birnusyni] að stilla veggnum upp eftir bestu getu. Þetta er ungur strákur sem var að byrja í fyrsta leik og ef veggnum hefur verið stillt vitlaust upp skoðum við það og lögum,“ sagði Óli Stefán um þriðja mark Skagamanna. KA minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleik en nýtti sér ekki meðbyrinn í þeim seinni. „Við komumst í góðar stöður en sköpuðum ekki mörg dauðafæri. Mér fannst við gera réttu hlutina og fínir á stórum köflum í leiknum. En við fengum á okkur mörk sem setja þessa mynd á leikinn. Og það er ég ekki ánægður með,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti