Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 83-79 | Suðurstrandarslagurinn stóð fyrir sínu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. nóvember 2019 22:30 vísir/daníel Þór Þorlákshöfn varði heimavöllinn sinn í Icelandic Glacial-höllina í kvöld í æsispennandi, framlengdum leik gegn Grindavík í sjöundu umferð Dominosdeildar karla. Leikurinn var í járnum allt til enda en Þórsarar gátu slitið sig frá Grindavík á lokametrunum og unnu því 83-79. Það var sannkallaður Suðurstrandarslagur í gangi í kvöld en vel var mætt á leik Þórs og Grindavíkur, enda ekki ýkja langt að fara fyrir gestina, aðeins 40 mínútna keyrsla eftir Suðurstrandarveginum. Bæði lið tóku á hvert öðru í kvöld sem sást helst á lágu stigaskori í leiknum. Leikurinn byrjaði brösulega hjá heimamönnum sem gátu illa fundið körfuna á köflum og létu stífa vörn Grindavíkur ýta sér út úr sóknum sínum. Þórsarar gáfu hins vegar ekkert eftir á hinum enda vallarins og því voru þeir aðeins fjórum stigum á eftir Grindavík þegar hálfleiksflautan gall. Emil Karel fann fjölina sína í þriðja leikhluta og Þórsarar sóttu að forystu Grindavíkur, en gestirnir gátu með góðu framlagi frá Jamal Olasawere og Sigtryggi Arnari Björnssyni haldið stöðunni jafnri þangað til í lokafjórðungnum. Vörn beggja liða var áfram öflug í fjórða leikhlutanum en þó aðeins öflugari hjá Þórsmönnum. Þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks setti Davíð Arnar Ágústsson, oft nefndur Dabbi kóngur, fyrstu þriggja stiga körfuna sína í leiknum til að jafna stöðuna í 71-71. Seinustu tvær mínúturnar gat hvorugt liðið skilað körfu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og því var framlengt um fimm mínútur. Í framlengingunni héldu liðin áfram að berjast en Þór fór að setja betur skotin sín og varnartilburðirnir héldu áfram. Þór Þorlákshöfn vann að lokum með fjögurra stiga mun, 83-79.Af hverju vann Þór? Heimamenn voru seinir í gang en fóru að spila betur og betur saman sem lið eftir því sem að leið á leikinn. Framlag frá fjölda leikmanna skilaði þessum karakter-sigri.Bestu menn vallarins Fremstur meðal jafningja í Þórs liðinu var Marko Bakovic. Marko skoraði 20 stig, tók 16 fráköst, stal fjórum boltum og varði þrjú skot, þar á meðal eitt mikilvægt skot í framlengingunni. Jamal Olasawere var bestur fyrir Grindavík með 22 stig, 15 fráköst, þrjá stolna bolta og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Grindavík hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik (7/17 í þristum, 41.2%) en gátu aðeins sett einn þrist það sem eftir lifði leiksins í 13 tilraunum. Sem betur fer gekk vel að skora inn í teig en það að hitta svona illa fyrir utan þriggja í 25 mínútur (seinni hálfleik og framlengingu) gæti verið það sem reyndist svona dýrkeypt.Hvað gekk illa? Grindvíkingar spiluðu frábæra vörn en áttu í mesta basli með að skora í. Þeir skoruðu aðeins ellefu stig í fjórða leikhlutanum og þurftu því að halda inn í framlengingu gegn heimaliði sem var uppfullt af sjálfsöryggi. Því fór sem fór.Hvað næst? Þór Þorlákshöfn fær næst Breiðhyltinga í heimsókn næsta fimmtudag (21. nóvember) á meðan að Grindavík fær Valsmenn í heimsókn í Mustad-höllina.Friðrik Ingi: Ofboðslegur karakter í strákunum Þór Þorlákshöfn sótti erfiðan sigur gegn grönnum sínum Grindvíkingum í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni, 83-79 í framlengdum leik. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórsara, var mjög ánægður eftir strembinn leik. „Já, óneitanlega góð tilfinning. Þetta er erfiður leikur, harður og sterkur varnarleikur hjá báðum liðum og harður og sterkur varnarleikur hjá báðum liðum og bæði augljóslega búin að skoða hvert annað.“ Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og gátu ekki skorað jafn vel og þeir höfðu verið að gera í fyrri hálfleikjum hingað til. Friðrik talaði um að liðið hefði ekki verið að finna rétta jafnvægið þá. „Hittum illa framan af en með jákvæðari orku náðum við að einbeita okkur meira að leiknum. Við náðum jafnvægi í okkar leik og þá fór þetta að ganga,“ sagði hann um geggjaðan lokakafla sinna manna. „Ofboðslegur karakter í strákunum og ofboðslega sætt að sjá þá landa þessum erfiða sigri gegn þessu góða liði.“ Liðið vann vel saman í kvöld að sögn Friðriks og þó að sumir hafi staðið upp úr vildi hann ekki gera of mikið úr því. „Það er góður andi í hópnum og allir í þessu saman. Missum Vinnie út af í dag. Við höfum þurft að fara í gegnum ýmislegt, meiðsli og þar fram eftir götum,“ segir hann og heldur áfram að ræða liðsheildina. „Framlag manna verður seint metið í svona og það eru fleiri sem að eiga frábærar innkomur. Þetta er stöðug vinna og ég er rosalega ánægður að ná þessum tveimur stigum,“ segir hann í lokinn og gengur svo yfir að Daníel Guðna, þjálfara Grindavíkur, og faðmar hann að sér eftir rosalegan leik.Daníel Guðni: Varnarlega er ég sáttur Daníel Guðni Guðmundsson var skiljanlega þungur í skapinu eftir framlengdan leik sem að Grindavík tapaði gegn Þór Þorlákshöfn. Þetta tap virtist augljóslega sitja í honum, en hann byrjaði á að hrósa andstæðingunum sínum fyrir góðan leik. „Þórsarar bara flottir, settu sín skot á ögurstundu og það var bara erfitt að eiga við þá,“ sagði Danni um heimamenn en dróg þó ekki úr því að sínir menn hefðu spilað góða vörn. „Höldum þeim í 83 stigum á þeirra heimavelli, sem er ágætt. Fáum 71 stig á okkur í venjulegum leiktíma. Varnarlega er ég sáttur, fékk það sem ég var að leitast eftir.“ Grindavík leiddi mest allan leikinn en fór að hleypa Þórsurum heldur nálægt sér í fjórða leikhluta og leikurinn fór því í framlengingu. „Við áttum bara erfitt með að koma boltanum í körfuna á köflum, sérstaklega í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel enda skoruðu hans menn aðeins 11 stig í lokafjórðungnum. „Bara, erfitt.“ Það mæddi mikið á stórum mönnum Grindavíkur í leiknum en liðið brást við beiðni Daníels úr seinasta leik. „Förum inn í teig, sækjum. Við byrjum leiktíðina á því að skjóta bara þriggja stiga skotum. Fáum svo tvo turna til að berjast og sækjum inn í örugglega í hverri sókn þessum leik,“ sagði hann. Vandinn, að mati Daníels, var meint ósamræmi í dómgæslunni. „Við fáum tólf vítaskot gegn tuttugu hjá þeim. Ég vil bara sjá fleiri köll. Stór og stór geta verið að ýta hver öðrum og sama línan þar. Mér fannst bara bakverðirnir vera of seinir að hjálpa og fengu ekkert dæmt en við fengum slíkt dæmt á okkur á hinum enda vallarins.“ Það var varla annað hægt að gera en að dæsa, virðist. „Súrt, bara drullu súrt,“ sagði Danni dapur í bragði. Valdas Vasylius fékk fljótt fjórar villur í leiknum en sat úti seinust fimm mínútur leiksins og í framlengingunni. Hefði hann mögulega getað breytt einhverju fyrir Grindavík undir lokin? „Við hefðum kannski getað spilað honum meira. Það er bara óþægilegt að vera rótera inn á svona seint í leiknum og hvað þá í framlengingu,“ sagði Daníel en var alveg reiðubúinn að játa að við seinni skoðun komi kannski í ljós að þetta var vitlaus ákvörðun. „Ég treysti bara gæjunum sem að voru inn á til að gera sitt og þeir gerðu það,“ sagði Daníel áður en hann hélt inn í klefa til að ræða við sína menn. Dominos-deild karla
Þór Þorlákshöfn varði heimavöllinn sinn í Icelandic Glacial-höllina í kvöld í æsispennandi, framlengdum leik gegn Grindavík í sjöundu umferð Dominosdeildar karla. Leikurinn var í járnum allt til enda en Þórsarar gátu slitið sig frá Grindavík á lokametrunum og unnu því 83-79. Það var sannkallaður Suðurstrandarslagur í gangi í kvöld en vel var mætt á leik Þórs og Grindavíkur, enda ekki ýkja langt að fara fyrir gestina, aðeins 40 mínútna keyrsla eftir Suðurstrandarveginum. Bæði lið tóku á hvert öðru í kvöld sem sást helst á lágu stigaskori í leiknum. Leikurinn byrjaði brösulega hjá heimamönnum sem gátu illa fundið körfuna á köflum og létu stífa vörn Grindavíkur ýta sér út úr sóknum sínum. Þórsarar gáfu hins vegar ekkert eftir á hinum enda vallarins og því voru þeir aðeins fjórum stigum á eftir Grindavík þegar hálfleiksflautan gall. Emil Karel fann fjölina sína í þriðja leikhluta og Þórsarar sóttu að forystu Grindavíkur, en gestirnir gátu með góðu framlagi frá Jamal Olasawere og Sigtryggi Arnari Björnssyni haldið stöðunni jafnri þangað til í lokafjórðungnum. Vörn beggja liða var áfram öflug í fjórða leikhlutanum en þó aðeins öflugari hjá Þórsmönnum. Þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks setti Davíð Arnar Ágústsson, oft nefndur Dabbi kóngur, fyrstu þriggja stiga körfuna sína í leiknum til að jafna stöðuna í 71-71. Seinustu tvær mínúturnar gat hvorugt liðið skilað körfu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og því var framlengt um fimm mínútur. Í framlengingunni héldu liðin áfram að berjast en Þór fór að setja betur skotin sín og varnartilburðirnir héldu áfram. Þór Þorlákshöfn vann að lokum með fjögurra stiga mun, 83-79.Af hverju vann Þór? Heimamenn voru seinir í gang en fóru að spila betur og betur saman sem lið eftir því sem að leið á leikinn. Framlag frá fjölda leikmanna skilaði þessum karakter-sigri.Bestu menn vallarins Fremstur meðal jafningja í Þórs liðinu var Marko Bakovic. Marko skoraði 20 stig, tók 16 fráköst, stal fjórum boltum og varði þrjú skot, þar á meðal eitt mikilvægt skot í framlengingunni. Jamal Olasawere var bestur fyrir Grindavík með 22 stig, 15 fráköst, þrjá stolna bolta og tvö varin skot.Tölfræði sem vakti athygli Grindavík hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik (7/17 í þristum, 41.2%) en gátu aðeins sett einn þrist það sem eftir lifði leiksins í 13 tilraunum. Sem betur fer gekk vel að skora inn í teig en það að hitta svona illa fyrir utan þriggja í 25 mínútur (seinni hálfleik og framlengingu) gæti verið það sem reyndist svona dýrkeypt.Hvað gekk illa? Grindvíkingar spiluðu frábæra vörn en áttu í mesta basli með að skora í. Þeir skoruðu aðeins ellefu stig í fjórða leikhlutanum og þurftu því að halda inn í framlengingu gegn heimaliði sem var uppfullt af sjálfsöryggi. Því fór sem fór.Hvað næst? Þór Þorlákshöfn fær næst Breiðhyltinga í heimsókn næsta fimmtudag (21. nóvember) á meðan að Grindavík fær Valsmenn í heimsókn í Mustad-höllina.Friðrik Ingi: Ofboðslegur karakter í strákunum Þór Þorlákshöfn sótti erfiðan sigur gegn grönnum sínum Grindvíkingum í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni, 83-79 í framlengdum leik. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórsara, var mjög ánægður eftir strembinn leik. „Já, óneitanlega góð tilfinning. Þetta er erfiður leikur, harður og sterkur varnarleikur hjá báðum liðum og harður og sterkur varnarleikur hjá báðum liðum og bæði augljóslega búin að skoða hvert annað.“ Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og gátu ekki skorað jafn vel og þeir höfðu verið að gera í fyrri hálfleikjum hingað til. Friðrik talaði um að liðið hefði ekki verið að finna rétta jafnvægið þá. „Hittum illa framan af en með jákvæðari orku náðum við að einbeita okkur meira að leiknum. Við náðum jafnvægi í okkar leik og þá fór þetta að ganga,“ sagði hann um geggjaðan lokakafla sinna manna. „Ofboðslegur karakter í strákunum og ofboðslega sætt að sjá þá landa þessum erfiða sigri gegn þessu góða liði.“ Liðið vann vel saman í kvöld að sögn Friðriks og þó að sumir hafi staðið upp úr vildi hann ekki gera of mikið úr því. „Það er góður andi í hópnum og allir í þessu saman. Missum Vinnie út af í dag. Við höfum þurft að fara í gegnum ýmislegt, meiðsli og þar fram eftir götum,“ segir hann og heldur áfram að ræða liðsheildina. „Framlag manna verður seint metið í svona og það eru fleiri sem að eiga frábærar innkomur. Þetta er stöðug vinna og ég er rosalega ánægður að ná þessum tveimur stigum,“ segir hann í lokinn og gengur svo yfir að Daníel Guðna, þjálfara Grindavíkur, og faðmar hann að sér eftir rosalegan leik.Daníel Guðni: Varnarlega er ég sáttur Daníel Guðni Guðmundsson var skiljanlega þungur í skapinu eftir framlengdan leik sem að Grindavík tapaði gegn Þór Þorlákshöfn. Þetta tap virtist augljóslega sitja í honum, en hann byrjaði á að hrósa andstæðingunum sínum fyrir góðan leik. „Þórsarar bara flottir, settu sín skot á ögurstundu og það var bara erfitt að eiga við þá,“ sagði Danni um heimamenn en dróg þó ekki úr því að sínir menn hefðu spilað góða vörn. „Höldum þeim í 83 stigum á þeirra heimavelli, sem er ágætt. Fáum 71 stig á okkur í venjulegum leiktíma. Varnarlega er ég sáttur, fékk það sem ég var að leitast eftir.“ Grindavík leiddi mest allan leikinn en fór að hleypa Þórsurum heldur nálægt sér í fjórða leikhluta og leikurinn fór því í framlengingu. „Við áttum bara erfitt með að koma boltanum í körfuna á köflum, sérstaklega í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel enda skoruðu hans menn aðeins 11 stig í lokafjórðungnum. „Bara, erfitt.“ Það mæddi mikið á stórum mönnum Grindavíkur í leiknum en liðið brást við beiðni Daníels úr seinasta leik. „Förum inn í teig, sækjum. Við byrjum leiktíðina á því að skjóta bara þriggja stiga skotum. Fáum svo tvo turna til að berjast og sækjum inn í örugglega í hverri sókn þessum leik,“ sagði hann. Vandinn, að mati Daníels, var meint ósamræmi í dómgæslunni. „Við fáum tólf vítaskot gegn tuttugu hjá þeim. Ég vil bara sjá fleiri köll. Stór og stór geta verið að ýta hver öðrum og sama línan þar. Mér fannst bara bakverðirnir vera of seinir að hjálpa og fengu ekkert dæmt en við fengum slíkt dæmt á okkur á hinum enda vallarins.“ Það var varla annað hægt að gera en að dæsa, virðist. „Súrt, bara drullu súrt,“ sagði Danni dapur í bragði. Valdas Vasylius fékk fljótt fjórar villur í leiknum en sat úti seinust fimm mínútur leiksins og í framlengingunni. Hefði hann mögulega getað breytt einhverju fyrir Grindavík undir lokin? „Við hefðum kannski getað spilað honum meira. Það er bara óþægilegt að vera rótera inn á svona seint í leiknum og hvað þá í framlengingu,“ sagði Daníel en var alveg reiðubúinn að játa að við seinni skoðun komi kannski í ljós að þetta var vitlaus ákvörðun. „Ég treysti bara gæjunum sem að voru inn á til að gera sitt og þeir gerðu það,“ sagði Daníel áður en hann hélt inn í klefa til að ræða við sína menn.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti