Fréttir

Ráð­herra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. 

Innlent

Á­kærður fyrir stunguárás á ak­braut

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga annan mann tvisvar sinnum um nótt á þessu ári, en dagsetning atviksins kemur ekki fram í nafnhreinsaðri ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent

Boðar til kosninga í Bret­landi í sumar

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum.

Erlent

Bjarni sagður lítil­látur í saman­burði við Keníuforseta

Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto.

Innlent

Sleppt úr haldi lög­reglu

Einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Atburðarásin er að skýrast að sögn lögreglu.

Innlent

Draum­órar að lög­gæsla muni ekki skerðast

Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi.

Innlent

Segir fanga­verði sinna starfi sínu af stakri trú­mennsku

Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri.

Innlent

Björn Þor­láks segir Katrínu ekki virða sig við­lits

Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni.

Innlent

Saka Rússa um að skapa ótta á Eystra­salti

Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar.

Erlent

Hendrik Her­manns­son bráð­kvaddur

Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu.

Innlent

Fangi segir fangelsin „mi­s­lé­legar kjöt­geymslur“

Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. 

Innlent

Æsandi bíl­túr norður í land

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætla að bruna sem leið liggur norður til Akureyrar í dag þar sem forsetakvöldvaka fer fram á Græna hattinum. Von er á æsandi bíltúr að sögn Steinunnar. Auk þeirra þriggja mæta Helga Þórisdóttir og Viktor Traustason á samkomustað þeirra Akureyringa í göngugötunni. Auglýst er eftir gítarleikara.

Innlent

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Erlent

Enn frestast utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslan

Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað.

Innlent

Þjóðin klofin hvað varðar hval­veiðar

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg.

Innlent

Aþena Sif dæmd fyrir stór­fellda líkams­á­rás með Butterfly-hnífi

Aþena Sif Eiðsdóttir, 23 ára kona, hefur verið dæmd í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás, með því að stinga aðra konu með svokölluðum butterfly-hnífi fimm sinnum í september árið 2022. Ekki var fallist á að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps.

Innlent