Fréttir

Sendu skila­boð á Neyðar­línuna en enginn fundist á svæðinu

Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp.

Innlent

Ró­legra veður en líkur á síð­degis­skúrum

Spáð er rólegra veðri í dag en undanfarna daga með hægri austlægri eða breytilegri átt. Bjart verður með köflum en líkur á síðdegisskúrum allvíða. Áfram er þó spáð leiðinlegu veðri á Suðausturlandi með norðaustan kalda eða strekkingi og rigningu öðru hverju.

Veður

Handleggsbrotnum bjargað af Baulu

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur.

Innlent

Ferða­mennirnir ófundnir

Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er.

Innlent

„Brá veru­lega að heyra að fanga­verðir hefðu slasast“

Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda.

Innlent

Eyði­lögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu

Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um.

Innlent

Ekið á bú­fé og keyrt ofan í læk

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina.

Innlent

Ræddu fals­fréttir og sam­­fé­lags­­miðla á neyðar­fundi

Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum.

Erlent

Segir af sér og flýr land

Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið.

Erlent

Starbucks kemur ekki til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Innlent

Starmer heldur neyðarfund vegna ó­eirðanna

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum.

Erlent

Ofur­ölvi vistaður í fanga­klefa

Tilkynnt var um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Ekki reyndist unnt að koma viðkomandi heim og þurfti því að leyfa honum að gita í fangaklefa þangað til runnið væri af honum.

Innlent

Dregur úr vindi með morgninum

Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, í Breiðafirði, Ströndum, Norðurlandi vestra, Faxaflóa og á Austfjörðum. Spáð er norðaustan 10 - 18 m/s, hvassast norðvestan til, og talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum og Ströndum.

Veður

Báru eld að mið­stöð fyrir hælis­leit­endur

Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur.

Erlent

Tók á móti fyrstu F-16 þotunum

Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. 

Erlent