Fréttir

Skipu­lagði barns­ránið al­veg ein: „Ég gefst aldrei upp fyrir þeim“

Edda Björk, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi en segist, þrátt fyrir dóm og enga forsjá, ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina til Noregs í mars 2022.

Innlent

Stubb bar nauman sigur úr býtum

Önnur umferð forsetakosninga Finnlands fór fram í dag. Kosningabaráttan stóð milli Alexanders Stubb fyrrverandi forsætisráðherra og Pekka Haavisto fyrrverandi utanríkisráðherra en sá fyrrnefndi sigraði. 

Erlent

„Hér er um lengri tíma við­burði að ræða“

Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir manna vinna allan sólarhringinn við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn á Reykjanesi. Þá var vinnuvegur lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

„Bara sjálf­boða­liðar og engir diplómatar“

María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda.

Innlent

Ungt fólk þyrst í fræðslu­efni um kyn­heil­brigði

Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur.

Innlent

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

Innlent

Full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins í Kaíró

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins.

Innlent

Þetta var til­boð breiðfylkingarinnar

Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Innlent

„Þetta er ó­þarfa tjón“

Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík.

Innlent

Lægð nálgast landið

Lægð úr suðaustri nálgast landið og kemur með norðlæga átt og snjókomu austur á landi í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.

Veður