Fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. Innlent 23.6.2024 07:32 Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Innlent 23.6.2024 00:29 Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30 Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. Innlent 22.6.2024 22:05 Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tímabil Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð. Innlent 22.6.2024 21:10 Húnabyggð og Skagabyggð sameinast Íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu í dag að sameinast í eitt sveitarfélag í íbúakosningu sem lauk í kvöld. Niðurstöður kosninganna voru birtar á heimasíðum sveitarfélaganna fyrir stuttu. Sameiningin fer formlega fram fyrsta ágúst. Innlent 22.6.2024 20:37 Vann rúmar 55 milljónir í Lottó Einn ljónheppinn miðahafi vann rúmar 55 milljónir króna í Lottó í kvöld. Miðaeigandinn keypti miðann á lotto.is. Innlent 22.6.2024 20:13 Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01 Ríkisstjórnin hafi séð um það sjálf að stúta eigin málum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir stjórnarandstöðuna hafa fengið verulega samkeppni í stjórnarandstöðu frá þingliði ríkisstjórnarflokkanna. Hún segir ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki getað klárað mörg mál án aðstoðar stjórnarandstöðunnar. Innlent 22.6.2024 19:44 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. Innlent 22.6.2024 18:15 Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01 Þing- og goslok Þingheimur keppist nú við að klára þau mál sem sett hafa verið á dagskrá fyrir sumarþinghlé. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi. Innlent 22.6.2024 18:00 Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00 „Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Innlent 22.6.2024 16:18 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. Innlent 22.6.2024 15:18 Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. Innlent 22.6.2024 14:43 Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Innlent 22.6.2024 14:20 Ný tækifæri fyrir 200 þúsund tonn af úrgangi „Hringrásarklasinn“ er nýtt verkefni á vegum Umhverfisstofnunar en með því er ætlunin í samstarfi við fyrirtæki að finna ný tækifæri fyrir tvö hundruð þúsund tonn af úrgangi, sem annars yrði hent. Innlent 22.6.2024 13:30 Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01 Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48 Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Innlent 22.6.2024 12:18 Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. Innlent 22.6.2024 12:08 Stunguárás og umdeild mál á síðasta degi þingsins Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni í gærkvöld grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi, beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Innlent 22.6.2024 11:40 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. Innlent 22.6.2024 10:52 Langur dagur í vændum á þinginu en líklega sá síðasti Forseti Alþingis á von á því að þingið geti lokið störfum sínum fyrir sumarhlé í dag. Þó sé viðbúið að umræður vari langt fram á kvöld, og þingmenn séu meðvitaðir um að sú staða geti komið upp að þing þurfi að koma saman eftir helgi. Innlent 22.6.2024 10:14 Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Veður 22.6.2024 09:56 Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40 Tæplega níutíu prósent minni urðun en hvert fer maturinn? Tæp fimm þúsund prósenta aukning er í flokkun matarleifa á tveggja ára tímabili og rúm 180 prósenta aukning í flokkun á plasti. Innlent 22.6.2024 09:19 Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37 Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. Innlent 22.6.2024 08:02 « ‹ 249 250 251 252 253 254 255 256 257 … 334 ›
Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. Innlent 23.6.2024 07:32
Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Innlent 23.6.2024 00:29
Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. Erlent 22.6.2024 23:30
Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. Innlent 22.6.2024 22:05
Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tímabil Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð. Innlent 22.6.2024 21:10
Húnabyggð og Skagabyggð sameinast Íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu í dag að sameinast í eitt sveitarfélag í íbúakosningu sem lauk í kvöld. Niðurstöður kosninganna voru birtar á heimasíðum sveitarfélaganna fyrir stuttu. Sameiningin fer formlega fram fyrsta ágúst. Innlent 22.6.2024 20:37
Vann rúmar 55 milljónir í Lottó Einn ljónheppinn miðahafi vann rúmar 55 milljónir króna í Lottó í kvöld. Miðaeigandinn keypti miðann á lotto.is. Innlent 22.6.2024 20:13
Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Erlent 22.6.2024 20:01
Ríkisstjórnin hafi séð um það sjálf að stúta eigin málum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir stjórnarandstöðuna hafa fengið verulega samkeppni í stjórnarandstöðu frá þingliði ríkisstjórnarflokkanna. Hún segir ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki getað klárað mörg mál án aðstoðar stjórnarandstöðunnar. Innlent 22.6.2024 19:44
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. Innlent 22.6.2024 18:15
Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. Erlent 22.6.2024 18:01
Þing- og goslok Þingheimur keppist nú við að klára þau mál sem sett hafa verið á dagskrá fyrir sumarþinghlé. Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi. Innlent 22.6.2024 18:00
Ein helsta perla Ítalíu lokuð ferðamönnum Bæjarstjóri Capri-eyju á Ítalíu fyrirskipaði að ferðamönnum yrði meinaður aðgangur að eyjunni klukkan níu í morgun. Neyðarástand ríkir á eyjunni vegna skorts á vatni. Erlent 22.6.2024 17:00
„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Innlent 22.6.2024 16:18
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. Innlent 22.6.2024 15:18
Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. Innlent 22.6.2024 14:43
Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Innlent 22.6.2024 14:20
Ný tækifæri fyrir 200 þúsund tonn af úrgangi „Hringrásarklasinn“ er nýtt verkefni á vegum Umhverfisstofnunar en með því er ætlunin í samstarfi við fyrirtæki að finna ný tækifæri fyrir tvö hundruð þúsund tonn af úrgangi, sem annars yrði hent. Innlent 22.6.2024 13:30
Banna skammtímaleigu til túrista í Barcelona Í Barcelona verður ekki hægt að leigja íbúðir til ferðamanna frá árinu 2028. Borgarstjóri Barcelona Jaume Collboni tilkynnti í gær að fyrir þann tíma myndi borgin afturkalla leyfi um tíu þúsund íbúða til að leigja til skamms tíma. Barcelona er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu og hefur það um langa hríð haft mikil áhrif á húsnæðismarkað í borginni. Erlent 22.6.2024 13:01
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22.6.2024 12:48
Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Innlent 22.6.2024 12:18
Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. Innlent 22.6.2024 12:08
Stunguárás og umdeild mál á síðasta degi þingsins Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni í gærkvöld grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi, beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Innlent 22.6.2024 11:40
Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. Innlent 22.6.2024 10:52
Langur dagur í vændum á þinginu en líklega sá síðasti Forseti Alþingis á von á því að þingið geti lokið störfum sínum fyrir sumarhlé í dag. Þó sé viðbúið að umræður vari langt fram á kvöld, og þingmenn séu meðvitaðir um að sú staða geti komið upp að þing þurfi að koma saman eftir helgi. Innlent 22.6.2024 10:14
Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Veður 22.6.2024 09:56
Táningur ákærður fyrir morð sjö ára drengs Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti. Erlent 22.6.2024 09:40
Tæplega níutíu prósent minni urðun en hvert fer maturinn? Tæp fimm þúsund prósenta aukning er í flokkun matarleifa á tveggja ára tímabili og rúm 180 prósenta aukning í flokkun á plasti. Innlent 22.6.2024 09:19
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. Erlent 22.6.2024 08:37
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. Innlent 22.6.2024 08:02