Tilkynng um þetta var birt á vef Veðurstofunnar.
Fólk er beðið um að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.
Engar tilkynningar um brennisteinslykt hafi borist Veðurstofunni enn sem komið er.
Rennsli í ánni muni mögulega aukast enn frekar, og svæðið verði vaktað.
„Þetta er auðvitað fjórða hlaupið síðan 27. júlí. Þá fór rafleiðni í þúsund, en núna er hún 263. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu eins og er,“ segir Bjarki.
Hann segir að fólk á svæðinu þurfi samt að sýna aðgát, til dæmis fólk í íshellaferðum á svæðinu.
Einnig ætti fólk ekki að tjalda nálægt veginum eða árbakkanum.
„En fólk er ekkert að gera það reyndar,“ segir hann.
Í sumar þurfti að loka hringveginum vegna mikilla skemmda eftir umgangsmikið jökulhlaup úr Skálm. Hlaupið var óvenjustórt, en engin merki voru um að eldgos undir jöklinum hefði valdið því.
