Fréttir

Voru sér­stak­lega varaðir við á­rás frá ISKP

Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. 

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sjúklingar þurfa ennþá að óska eftir tilvísun frá lækni vegna sjúkraþjálfunar þrátt fyrir að bæði heimilislæknar og sjúkraþjálfarar hafi bent á að kerfið sé úrelt. Í kvöldfréttunum verður rætt við formann Félags sjúkraþjálfara, sem vonar að kerfinu verði umbylt í vinnu sem nú stendur yfir í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent

Kallaði eftir að­stoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið

Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins.

Erlent

Ís­land að tapa í slagnum um ferða­menn

Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu.

Innlent

Ný og glæsi­leg skólaþyrping byggð á Hellu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Svipar til gamalla óupplýstra rána

Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 

Innlent

Sýknaður af á­kæru um að hafa tekið í háls barns

Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú.

Innlent

Vilja koma böndum á bók­hald trú­fé­laga

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent

Segir á­rásar­mennina hafa ætlað til Belarús

Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu.

Erlent

Veru­lega brugðið yfir Hamraborgarmálinu

Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins.

Innlent

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Innlent