Fréttir

Sendir annarri konu kröfu­bréf vegna um­mæla um nauðgun

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um hann á netinu árið 2022. Heimildin greinir frá og hefur eftir lögmanni Ingólfs að ekki sé útilokað að kröfubréfunum fjölgi á hendur fólki sem hafi tjáð sig með meiðandi hætti um tónlistarmanninn.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Íslensku flugfélögin eru tilbúin með áætlanir um breytingu á flugferðum á morgun vegna aðgerðanna.

Innlent

Donald Tusk kjörinn for­sætis­ráð­herra

Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins.

Erlent

Fimm­tán refsað vegna Discord-lekans

Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum.

Erlent

„Eins og að ganga inn í slátur­hús“

Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst.

Innlent

Trúir ekki á ein­hliða þvingunar­að­gerðir gegn Ísrael

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt.

Innlent

Navalní horfinn úr fangelsi

Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar.

Erlent

„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“

Formaður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag.

Innlent

Al­elda bíll í Skerja­firði

Eldur kviknaði í sendiferðabíl á gatnamótum Baugatanga og Skildinganess í Skerjafirðinum í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði yfir hverfið.

Innlent

Kenna Sorpu um hærra matar­verð

Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. 

Innlent

Hers­höfðingjar funda um mögu­legt vopna­hlé

Hershöfðingjarnir Mohamed Hamdan Daglo og Abdel Fattah al-Burhan hafa samþykkt að hittast til að reyna að binda enda á blóðuga styrjöld í Súdan. Gífurleg óreiða hefur ríkt í Súdan undanfarna mánuði og hafa þúsundir fallið vegna átaka hershöfðingjanna og sveita þeirra.

Erlent

Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innan­lands­flugi á morgun

Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi.

Innlent

Ætla til Ólafs­fjarðar að skoða vett­vang mann­drápsins

Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd.

Innlent

Hægur vindur og skýjað að mestu

Útlit er fyrir fremur hæga vestan- og norðvestanátt á landinu í dag þar sem skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél. Þó má reikna með að verði léttskýjað suðaustan- og austanlands.

Veður

Versta klúður ársins 2023

Öllum varð okkur á í messunni með einum eða öðrum hætti á árinu sem er að líða. Í þessari klúðuryfirferð fyrir árið 2023 ætlum við að varpa ljósi á feilsporin sem stigin voru.

Innlent