Fréttir

Kallað eftir við­skipta­þvingunum á hendur Ísraelum

Átökin á Gasasvæðinu héldu áfram í dag og hafa Ísraelar tvíeflst frá því Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir vopnahlé. Samstöðufundir fyrir Palestínu fóru fram í þremur landshlutum í dag.

Innlent

Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni

Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl.

Innlent

Rúta í ljósum logum við Elliða­vatn

Eld­ur kviknaði í lít­illi rútu við Elliðavatnsveg. Rút­an var mann­laus þegar kviknaði í henni og varð hún alelda. Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en ekki er vitað um eldsupptök.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur skilað tillögum til ráðuneytisins um tjónamat vegna jarðhræringanna í Grindavík. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Evrópu­sam­bandið setur lög um gervi­greind

Evrópuþingi hefur náð samkomulagi við öll aðildarríki sambandsins um að sett verði lög um notkun gervigreindar og þróun hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem ákveðið er að setja lög um gervigreind.

Erlent

Segja mennta­kerfið í skuld og vanta meiri mið­stýringu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið.

Innlent

Sveitar­stjórn vísar erindi um sam­einingu til þorrablótsnefndar

Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heitir því að þrýsta áfram á öryggisráðið um að kalla eftir vopnahléi á Gasa. Nánast ómögulegt er að koma hjálpargögnum inn á ströndina og talið er að aðeins einn af hverjum tíu íbúum fái að borða daglega. Boðað hefur verið til samstöðufundar við utanríkisráðuneytið í dag.

Innlent

Musk býður Alex Jones vel­kominn á X

Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 

Erlent

Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað á­byrgð

Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar.

Innlent

Segir nánast ó­mögu­legt að koma hjálpar­gögnun inn á Gasa

Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum.

Erlent

Búast við stormi um miðja viku

Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. 

Veður

Of­beldi og ölvun í dag­bók lög­reglu

Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar.

Innlent