Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Oscar Piastri hjá McLaren ræsti fyrstur, hélt forystunni allan tímann í Barein og fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu í Formúlu 1. George Russell hjá Mercedes hélt liðsfélaga hans Lando Norris fyrir aftan sig til að tryggja þriðja sætið. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom sjötti í mark á eftir Lewis Hamilton og Charles LeClerc hjá Ferrari. Formúla 1 13.4.2025 17:20
Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn. Íslenski boltinn 13.4.2025 13:15
Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem tapaði 0-2 fyrir Peterborough United í úrslitaleik neðri deildanna á Englandi á Wembley í dag. Enski boltinn 13.4.2025 16:29
Fjórði sigur Úlfanna í röð Wolves vann 4-2 sigur á Tottenham þegar liðin áttust við á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórði sigur Úlfanna í röð. Enski boltinn 13.4.2025 12:33
Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Mohamed Salah sló met þegar hann lagði upp mark fyrir Luis Díaz í leik Liverpool og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13.4.2025 14:03
Düsseldorf nálgast toppinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 13.4.2025 13:36
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Groningen laut í lægra haldi fyrir Utrecht, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13.4.2025 12:16
Hörð keppni um Delap í sumar Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni. Enski boltinn 13.4.2025 11:29
Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Hlauparinn ungi og stórefnilegi, Gout Gout, hljóp tvö hundruð metra á undir tuttugu sekúndum á ástralska meistaramótinu í Perth. Sport 13.4.2025 11:00
Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Michael Schumacher skrifaði nafn sitt með hjálp eiginkonu sinnar, Corrinu, á hjálm til styrktar góðu málefni. Formúla 1 13.4.2025 10:33
„Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Lando Norris, ökumaður McLaren, var með böggum hildar eftir að hafa endað í 6. sæti í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Barein. Formúla 1 13.4.2025 10:03
Onana ekki með gegn Newcastle André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13.4.2025 09:31
„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur. Formúla 1 13.4.2025 09:03
Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik. Fótbolti 13.4.2025 08:01
Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 Stífa dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan sunnudaginn. Nóg er um að vera á mörgum vígstöðum; lokadagur Masters, önnur umferð Bestu deildar karla, úrslitakeppni Bónus deildar kvenna, Formúla 1 og öll lokaumferðin í NBA, meðal annars. Sport 13.4.2025 06:01
VAR í Bestu deildina? Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 12.4.2025 23:16
Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Rory McIlroy setti mótsmet á Masters fyrr í dag þegar hann varð fyrsti kylfingar sögunnar til að klára fyrstu sex holurnar allar á þremur höggum. Golf 12.4.2025 22:31
„Hann hefði getað fótbrotið mig“ Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki. Enski boltinn 12.4.2025 22:02
Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 12.4.2025 21:19
Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa. Fótbolti 12.4.2025 18:31
Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Melsungen mun leika til úrslita gegn Kiel á morgun í þýsku bikarkeppninni í handbolta. Íslendingaliðin Veszprém og Pick Szeged munu svo síðar mætast í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handbolta. Handbolti 12.4.2025 20:00
Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Enski boltinn 12.4.2025 19:30
Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen. Fótbolti 12.4.2025 19:15
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Körfubolti 12.4.2025 16:17