Enski boltinn

Slæmt gengi gestanna heldur á­fram

Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.

Enski boltinn

Meistararnir unnu annan leikinn í röð

Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil.

Enski boltinn

Nýttu klásúlu í samningi Maguire

Samningur Harry Maguire við Manchester United gildir nú fram í júní 2026, sama mánuð og næsta HM í fótbolta hefst, eftir að klásúla í samningi hans við félagið var virkjuð. Rúben Amorim vill þó meira frá miðverðinum.

Enski boltinn

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni

Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

Enski boltinn

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent

Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Enski boltinn

Carrag­her skammar Alexander-Arn­old

Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu.

Enski boltinn

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Enski boltinn